fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Segir að sér hafi verið hótað með byssu eftir að Stefán var handtekinn

Nýtur verndar lögreglu

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 28. desember 2016 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem grunaður er um nauðgun og frelsissviptingu, þann 10. desember síðastliðinn, hefur verið gert að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar en hann var dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun árið 2012.

Hæstiréttur staðfesti í gær þennan úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.

Dró framburðinn til baka

Konan, sem er 27 ára, lagði fram kæru tveimur dögum eftir meinta árás en dró hana til baka nokkrum dögum síðar.

Þá segir í frétt á vef RÚV að hún hafi sagt að það væri best fyrir sig og fjölskyldu sína ef hún myndi draga fyrri framburð sinn til baka. Þá greindi hún frá því að menn hafi komið á heimili hennar með byssur eftir að maðurinn var handtekinn.

RÚV greinir einnig frá því að maðurinn, Stefán Þór Guðgeirsson, hafi setið í gæsluvarðhaldi frá 12. desember en hann á jafnframt langan sakaferil að baki.

Blá og marin

Í vottorði frá neyðarmóttöku Landspítalans kemur fram að við skoðun hafi konan verið með áverka á endaþarmi og að hún hafi einnig verið blá og marin á báðum hnjám. Þá sé einnig lýst áverkum víðsvegar um líkamann, mar hafi verið að koma út víða á líkama, m.a. á hálsi, handleggjum, baki og mikið mar á hnjám.

Þá hafi brotaþoli fundið til í hálsi og raddböndum eftir að hafa grátið mikið og hafi verið talið að þeir áverkar samræmdust frásögn brotaþola.

Varðandi andlega líðan brotþola hafi brotaþoli við komi á neyðarmóttöku, titrað og skolfið.

Um mikla vöðvaspennu hafi verið að ræða, brotaþoli hafi setið alveg stíf og átt erfitt með að slaka á. Hún hafi setið í hnipri öðru hvoru og hafi verið í dofa- og lostástandi. Hún hafi verið niðurbrotin, hrædd og miður sín.

Nýtur verndar

Þrátt fyrir að konan hafi dregið kæruna til baka telur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að áverkar hennar og frásögn á neyðarmóttöku Landspítalans bendi til þess að hún hafi orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi.

Konan nýtur nú verndar og er undir sérstöku eftirliti lögreglu.

Ástæða þess að Stefán Þór var dæmdur til að afplána eftirstöðvar fyrri fangelsisrefsingarinnar að kröfu saksóknara, er sú að hann er sterklega grunaður um nýtt brot sem geti varðað sex ára fangelsi, en nauðgunarbrot geta varðað 16 ára fangelsi, og hafi þar með brotið gróflega gegn reynslulausninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd