fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Þarf að greiða 800 þúsund eftir líkamsárás

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 10. desember 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Atvikið átti sér stað í Stórholti að morgni laugardagsins 15. ágúst í fyrra. Hinn dæmdi var ákærður fyrir að ráðast á annan mann, snúa hann niður og slá hann ítrekað í höfuðið með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut áverka víða um líkamann.

Mönnunum lenti saman þegar hinn dæmdi var á gangi með vinkonu sinni. Lýsti sá síðarnefndi því að fórnarlamb árásarinnar hafi sýnt ögrandi og ógnandi tilburði, hann hafi orðið hræddur og snúið manninn niður. Fórnarlamb árásarinnar sagði hins vegar að árásarmaðurinn og vinkona hans hafi verið að rífast og hann hvatt þau til að hafa lægra.

Vitnið, sem var með árásarmanninum, sagði að hinn dæmdi hafi farið að áreita og ögra manninum sem hafi gengið á undan þeim. Maðurinn hafi að lokum svarað og sagt árásarmanninum að láta sig í friði og einbeita sér að stúlkunni sem hann væri með. Sá síðarnefndi hafi ekki látið sér segjast og fórnarlambið spurt hvort hann væri samkynhneigður. Þetta hafi endað með því að hinn dæmdi réðst á manninn og sneri hann í jörðina. Þar hafi hann kýlt hann tvisvar til þrisvar í andlitið.

Dómurinn mat það svo að fórnarlamb árásarinnar hafi viljað forðast manninn og árásarmanninum hafi ekki átt að standa ógn af honum. Ekki var þó talið sannað að árásarmaðurinn hafi lamið fórnarlambið í höfuðið en þó talið sannað að hann hafi snúið hann í jörðina. Fangelsisdómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára, en auk þess var árásarmanninum, sem er fæddur árið 1982, gert að greiða fórnarlambi sínu skaða- og miskabætur að fjárhæð 279 þúsund krónur. Þá var hann dæmdur til að greiða 543 þúsund krónur í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“