fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Ótti ríkir í Banjul, höfuðborg Gambíu

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 10. desember 2016 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hersveitir voru kallaðar út í Banjul, höfuðborg Gambíu, eftir að Gambíumaðurinn og leiðtoginn Yahya Jammeh, afneitaði útkomu kosninga í síðustu viku. Þessu greina fréttaveitur The Guardian og Bbcfrá.

Upphaflega hafði hann samþykkt ósigur sinn gegn andstæðingi sínum, Adama Barrow. Sigur Barrow var af mörgum talinn mikill sigur fyrir lýðræðið þar sem Jammeh hafði öðlast völd í valdaráni árið 1994. Jammeh birti yfirlýsingu sína í sjónvarpinu á föstudag þar sem hann segist hafa skipt um skoðun og vilji nú „ ferska og gagnsæja kosniningu sem stjórnað er af guðhræddum og óháðum kosningaraðilum“.

Talið er að ástæða yfirlýsingar Jammeh sé ótti hans við málsókn af hendi nýrra stjórnvalda en mannréttindarhópar hafa sakað Jammeh um pyndingar og morð á andstæðingum í stjórnartíð sinni. Fjöldi baráttumanna fyrir lýðræði voru handteknir fyrr á árinu og var einn þekktur leiðtogi slíks hóps myrtur. Í síðustu viku tilkynntu ný stjórnarsamtök að Jammeh yrði handtekinn og höfðuð málsókn gegn honum innan árs eftir að stjórnarskipti verða í janúar.

Ótti ríkir í Banjul vegna yfirvofandi átaka. Bandaríska sendiráðið og Senegal, nágrannaland Gambíu, fordæma yfirlýsingu Jammeh og hvetur Bandaríska sendiráðið í Banjul herinn til þess að bera virðingu fyrir lögum og útkomu forsetakosninganna. Fólkið hafi sýnt vilja sinn. Afríkusambandið kallar eftir friðsælum stjórnarskiptum.

Niðurstöður kosninganna voru endurskoðaðar þann 5. desember og var uppgötvað að kjörseðlar hefðu verið rangt skráðir á einu kjörsvæði. Villan hafi hins vegar ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna og því var ekki ástæða til að aðhafast frekar.

Endurskoðaðar niðurstöður kosninganna hljóma svo:

Herra Barrow sigraði með 222.708 atkvæðum (43.34%)
Sitjandi forseti, Jammeh fékk 208.487 atkvæði (39.6%)
Þriðji aðili, Mama Kandeh hlaut 89.768 atkvæði (17.1%)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd