fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Brugðið vegna fjárlagafrumvarps

Fimm flokka viðræðum framhaldið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. desember 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúum flokkanna fimm, sem fundað hafa um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf síðastliðna viku, mun hafa brugðið talsvert við framlagningu fjárlagafrumvarps síðastliðinn miðvikudag. Fulltrúar flokkanna munu, eftir að frumvarpið var lagt fram, hafa gert sér grein fyrir að þörf væri á verulega aukinni tekjuöflun ríkisins. Síst á þetta að sögn við um fulltrúa Vinstri grænna sem bent höfðu á þá stöðu áður, í fyrri viðræðum flokkanna. Upp úr þeim viðræðum slitnaði meðal annars vegna þess að Vinstri græn héldu fast við tillögur sínar í skattamálum og tekjuöflun. Samkvæmt heimildum DV er talið að staða ríkisfjármála, eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu, auki heldur líkurnar á að flokkarnir geti náð saman. Það mun þó mikið bera í milli ennþá.

Birgitta Jónsdóttir, Pírati, segir að hún eigi ekki von á öðru en að viðræðum verði framhaldið í dag og áfram. Það kæmi henni „verulega á óvart“ ef upp úr þeim myndi slitna. „Það eru allir í þessu af heilum hug og á meðan svo er vinnum við þetta bara eins og okkur þykir best,“ segir Birgitta og bætir við að hún líti ekki svo á að nein eðlisbreyting muni verða á viðræðunum, verði þær formlegar. „Við erum að róa að því öllum árum að koma saman ríkisstjórn. Við þurfum bara að sjá hvort við komumst yfir ákveðna sársaukaþröskulda, hvort við getum náð lendingu í þessum erfiðu málum, áður en við hefjum formlegar viðræður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd