fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Lestur – hin skapandi athöfn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 18. nóvember 2016 08:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember hlaut skáldið góða Sigurður Pálsson Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, mjög verðskuldað. Í viðtali minnti skáldið á mikilvægi þess að nota tungumálið á skapandi hátt. „Lestur er stórlega vanmetinn sem skapandi athöfn, en það er í lestri sem merkingin verður til,“ sagði Sigurður. Allir þeir sem unun hafa af bóklestri taka heils hugar undir orð hans og vita hversu sönn þau eru. Það eru fjarska margir Íslendingar sem njóta þess að taka sér bók í hönd og kannski aldrei meira en á þessum tíma árs þegar bókajólin fara í hönd. Áhugi Íslendinga á bókum endurspeglast í þeim sið að gefa bók í jólagjöf. Ekkert bendir til að þessi góði siður sé á undanhaldi.

Þann sama dag og Sigurður Pálsson var heiðraður fékk æska landsins sína viðurkenningu þegar Vigdís Finnbogadóttir afhenti tugum íslenskra grunnskólanema Íslenskuverðlaun unga fólksins. Þessir nemendur þóttu hafa sýnt framúrskarandi árangur í íslenskunámi, þar á meðal í frumlegum skrifum og tjáningu.

Já, það var ýmsu hægt að fagna á Degi íslenskrar tungu. En svo komu vondu fréttirnar þennan sama dag og daginn eftir og kalla á athygli okkar, ekki síður en þær góðu. Rúmlega þriðjungur grunnskólanema nær ekki lágmarksviðmiðum í lesfimi, en þar eru meðal annars mæld rétt lesin orð á mínútu.

Til að leysa vanda þarf fyrst að greina hann. Átak í læsi er verkefni sem þarf að vinna markvisst og skipulega að. Allt frá upphafi skólagöngu á áhersla að vera á lestur og þá skiptir máli að ungmenni fái í hendur lesefni sem vekur áhuga þeirra þannig að þeir vilji lesa áfram. Það á að vera sjálfsagt að æska þessa lands geti lesið sér til gagns. Það er grafalvarlegt mál að misbrestur sé á því.

Íslensk tunga er í mikilli hættu að mati sérfræðinga. „Ógnin er núna meiri og víðtækari en hefur verið,“ sagði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, í viðtali á RÚV. Hin tæknivædda æska landsins er hlaðin tækjum og tólum þar sem enskan er allsráðandi. Íslenskan virðist semsagt ekki nothæf á öllum sviðum. Við búum í heimi sem er orðinn svo tæknivæddur að tækjum er og verður í enn meira mæli stýrt með tali. Nú skulum við láta liggja milli hluta hversu vel eða illa okkur er við þessa þróun. Sum okkar hafa örugglega ekki þolinmæði í að hlusta á heimilisbílinn blaðra og kæra sig heldur ekki um að eiga í viðræðum við ísskápinn. Staðreyndin er samt sú að þróun í þessa átt á sér stað og verður ekki stöðvuð. Verði ekki brugðist við hér á landi mun tækjum verða stýrt með ensku tali en ekki íslensku. Þá mun íslenskunni óhjákvæmilega hnigna. Varla viljum við framtíð þar sem staðan verður sú að einungis fámennur hópur talar góða íslensku og er fyrir vikið álitinn í sérviskulegra lagi.

Þrátt fyrir vondu fréttirnar skulum við ekki leggjast í sorg og sút og ákveða að íslenskunni verði ekki bjargað. Þegar við lesum, fyrir þessi jól, skáldskap íslenskra skálda og gleðjumst yfir því sem þar er best gert, þá er ekki annað hægt en að þakka fyrir hið ylhýra mál, íslenskuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirgefnir brjóstahaldarar á Suðurlandi: „Hugsað fyrir skemmtilegheitin“

Yfirgefnir brjóstahaldarar á Suðurlandi: „Hugsað fyrir skemmtilegheitin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leoncie segir ritstjóra Hringbrautar djöfladýrkanda: „Má guð almáttugur troða ykkur langt niðri í jörðina“

Leoncie segir ritstjóra Hringbrautar djöfladýrkanda: „Má guð almáttugur troða ykkur langt niðri í jörðina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harðar fjölskyldudeilur milli Brynjars og Gústafs: „Eigið eftir að fá eftirminnilega á lúðurinn“

Harðar fjölskyldudeilur milli Brynjars og Gústafs: „Eigið eftir að fá eftirminnilega á lúðurinn“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Bjóða heimilislausum í páskamat á annan í páskum: „Það hafa margir góðir komið að þessu verkefni“

Bjóða heimilislausum í páskamat á annan í páskum: „Það hafa margir góðir komið að þessu verkefni“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Máni er 11 ára með elliglöp og búinn að vera týndur í sólarhring – Hundaeigandi sendir neyðarkall

Máni er 11 ára með elliglöp og búinn að vera týndur í sólarhring – Hundaeigandi sendir neyðarkall