fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Brotnuðu saman og grétu fyrir utan SS: „Þetta eru útrýmingarbúðir. Morðingjar“

Aktívegan-samtökin vildu sýna dýrunum samúð og samstöðu – Munu mótmæla næstu sunnudaga

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 7. nóvember 2016 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig getið þið þetta. Hvernig sofnið þið á nóttunni drepandi dýr með köldu blóði. Morðingjar. Setjið ykkur í spor þeirra. Þið eruð að drepa þau. Þetta eru útrýmingarbúðir eins og í heimsstyrjöldinni. Þið eruð að drepa þau. Þið eruð að myrka saklausa einstaklinga. Til að græða á þeim peninga,“ hrópaði einn mótmælandi fyrir utan SS á Selfossi í gær og var mikið niðri fyrir. Þar stóðu Aktívegan, samtök um réttindi dýra til lífs og frelsis, fyrir mótmælum

Samtökin birtu myndskeið af viðburðinum á samfélagsmiðlum og er óhætt að segja að þátttakendum hafi verið heitt í hamsi. Þá brotnuðu aðrir saman og grétu sárt þegar lömbunum var smalað inn í sláturhúsið.

 „Þarna kíkja þau á okkur, örugglega drulluhrædd," sagði einn mótmælandinn
„Þarna kíkja þau á okkur, örugglega drulluhrædd," sagði einn mótmælandinn

„Þau eru á leið í dauðann vegna græðgi ykkar. Græðgi mannsins. Þau eru lifandi. Hjartað slær. Þetta eru útrýmingarbúðir. Morðingjar. Mynduð þið gera þetta við vini ykkar? Þetta eru vinir okkar. Hvernig getið þið elskað sum dýr en drepið önnur. Þetta er tegundarhyggja,“ öskraði einn þátttakandi í mikill geðshræringu. Á myndskeiðinu má sjá starfsmenn SS flytja sauðfé og lömb til slátrunar.

Markmiðið með mótmælunum var að sýna dýrunum, sem missa líf sitt fyrir dýraafurðir, samúð og samstöðu.

Hvernig sofið þið á nóttunni

Mótmælendum var mikið niðri fyrir: „Sjáið ekki óttann í augum þeirra við að deyja?“
Mótmælendum var mikið niðri fyrir: „Sjáið ekki óttann í augum þeirra við að deyja?“

„Það er engin nauðsyn að slátra dýrum til manneldis eða nota á nokkurn annan hátt. Þeirra líf skiptir máli rétt eins og líf gæludýra og líf okkar allra. Veljum kærleika, samúð og skynsemi,“ segir á Facebook-síðu Aktívegan.

Hópurinn ætlar sér að halda áfram að mæta fyrir utan Sláturhúsið á sunnudögum. Þá segjast þau hafa fundið fyrir góðum viðbrögðum víða. „Veljum kærleika, samúð og skynsemi.“

Á Facebook síðu samtakanna er sett fram sú skoðun samtakanna að framleiðsla dýrafurða skaðar jörðina okkar. „Neysla þeirra skaðar heilsu okkar. Framleiðsla og dráp á dýrum fyrir bragðlaukanna okkar siðferðislega óréttlætanlegt. Þau þrá frelsi og líf rétt eins og við hin. Berjumst fyrir réttlæti þeirra,“ segir enn fremur.

Gefast ekki upp

„Þau vilja bara lifa. Hvernig getið þið drepið þau?“
„Þau vilja bara lifa. Hvernig getið þið drepið þau?“

Hópurinn mætir á sunnudögum og ætlar að halda áfram að mótmæla grimmum örlögum lamba og svína.

Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má heyra einn mótmælanda segja:

Við heyrum í þeim öskrin þegar það er verið að ýta við þeim og ýta þeim inn í sláturhúsið. Þau fá eitt sumar. Svo þurfa þau að deyja. Nei, þau þurfa ekki. Þau neyðast til að deyja.“

Mótmælendur segja einnig:

„Við viljum að sjálfsögðu hafa það á hreinu að allir meðlimirnir sem mættu í dag voru ekki í dúnúlpum og loðið á hettunum er ekki úr ekta feldi, úlpurnar okkar eru alveg 100% vegan. Við erum öll vegan og þar af leiðandi verslum við ekki slíkan fatnað, enda að sjálfsögðu er framleiðsla á slíkum vörum langt því frá að vera mannúðleg og þá að sjálfsögðu viljum við ekki styrkja slíkt heldur“.

Þá sagði annar mótmælandi og brotnaði saman:

„Hversu mikið blóð er á ykkur höndum. Hvernig sofnið þið á nóttunni vitandi það að þið voruð að drepa dýr sem lifðu. Þið drápuð þau.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí