fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Guðni Th. styrkti persónulega ung hjón með langveikt barn: „Hann þekkir okkur ekkert“

Sonur Gunnars Inga og Svövu Maríu berst við hvítblæði – Fyrir var hann greindur á einhverfurófi

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 28. október 2016 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit ekki hvernig þetta kom til. Hann þekkir okkur ekkert en líklega hefur hann fengið upplýsingar um okkar stöðu frá einhverjum í kringum okkur. Vinir okkar og aðstandendur hafa verið að safna bak við tjöldin fyrir okkur og fyrir það erum við afskaplega þakklát,“ segir Gunnar Ingi Gunnarsson.

Hann og eiginkona hans, Svava María Ómarsdóttir, standa í ströngu um þessar mundir en fjögurra ára gamall sonur þeirra, Mikael Máni, greindist með hvítblæði í sumar. Fyrir var snáðinn að glíma við einhverfu og því hefur reynt mikið á fjölskylduna. „Hann hætti allt í einu að labba og hvorki við, né nokkrir í kringum okkur, áttuðum okkur á því að það er eitt af einkennum hvítblæðis,“ segir Gunnar Ingi. Að sögn hans var erfitt að venja Mikael Mána á að vera stöðugt í návist lækna en drengurinn stendur sig eins og hetja og er óðum að venjast því. „Við horfum fram á meðferðir útaf sjúkdóminum næstu tvö árin og það má segja að erfiðasti kaflinn standi núna yfir,“ segir Gunnar Ingi.

Forsetinn millifærði persónulegan styrk

Það kom honum því verulega á óvart að sjá allt í einu persónulega millifærslu frá Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, inni á bankareikningi sínum. Gunnari Inga varð svo um að hann skrifaði stutta stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína. „Bara venjulegur dagur þar sem þú áttar þig á því að forseti Íslands millifærði inná þig pening útaf því að hann heyrði um veika soninn þinn,“ segir Gunnar Ingi. Eðli málsins samkvæmt vakti færslan nokkra athygli. „Ég áttaði mig ekki á því að þetta myndi dreifast svo víða. Ég var bara afar þakklátur og ætla ekki að koma Guðna í vandræði með því að vekja athygli á þessu,“ segir Gunnar Ingi.

Hann segist hafa sent forsetanum skilaboð á samfélagsmiðlinum í þakkarskyni. „Hann svaraði mér og sagði bara að þetta hefði verið „minnsta málið“ og sendi okkur baráttukveðjur,“ segir Gunnar Ingi. Óhætt er að fullyrða að fjölskyldan sé mjög sátt við forseta landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði