fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Íslenskar systur afþökkuðu far með ölvuðum ökumanni: Hann lést hálftíma síðar

Guðrún Björk segir mikilvægt að brýna fyrir börnum sínum að keyra ekki undir áhrifum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. október 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt föstudagsins 21. október létust þrjú ungmenni í umferðarslysi í Danmörku. Einn piltur lifði af og liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. Dætrum Guðrúnar Bjarkar, íslenskrar konu sem búsett er í Danmörku hafði verið boðið far með bílnum en þær afþökkuðu þar sem þær sáu að ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis. Þær kvöddu vini sína og fóru heim með leigubíl. Hálftíma síðar keyra vinir þeirra á tré og þrír þeirra látast samstundis.

Guðrún Björk skrifaði færslu á Facebook á facebook sem hefur vakið mikla athygli og allir ættu að lesa. Þar brýnir hún fyrir foreldrum að segja börnum sínum að setjast ekki undir stýri undir áhrifum né setjast inn í bíl með ökumanni undir áhrifum. Guðrún segir í færslunni að hún hafi marg oft brýnt þetta fyrir dætrum sínum.

„Við fórum á slysstað í dag með rósir og kerti, þá skall meira og meira áfall hjá mér því ég get ekki hætt að hugsa um að þetta hefði getað verið dætur mínar, Guð minn góður ég er með þetta fast í huga mínum, HVAÐ EF ég hefði ekki verið búin að segja svona oft við þær í gegnum árin að EKKI setjast upp í bíl með drukknum ökumanni,“ skrifar Guðrún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd