fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Ráðherrabíll keyptur rétt fyrir kosningar

Næsti iðnaðar- og viðskiptaráðherra sest í glænýjan Volvo-lúxusjeppa – Gamli jeppinn mikið ekinn og lúinn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. október 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er búið að ganga frá kaupum á nýjum ráðherrabíl fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Um er að ræða glæsilegan Volvo XC90 T8 lúxusjeppa með tengitvinnvél (Plug-in-hybrid), sem reiknað er með að verði afhentur ráðuneytinu í nóvember. Það er því ljóst að það mun ekki væsa um eftirmann Ragnheiðar Elínar Árnadóttur í embætti eftir kosningar. Kaupverðið er tæpar 9,4 milljónir króna og er þetta sjöundi ráðherrabíllinn sem endurnýjaður er á kjörtímabilinu. Óhætt er að segja að kominn hafi verið tími á að endurnýja gamla ráðherrajeppann sem var orðinn 11 ára gamall, viðhaldsfrekur og mjög mikið ekinn.

Líkt og DV hefur áður greint frá í umfjöllun sinni um ráðherrabílakaup ríkisins eru það Ríkiskaup sem annast kaup og sölu bifreiða fyrir stjórnarráðið þar sem söluandvirði gamalla bifreiða rennur að jafnaði til fjármögnunar á nýjum. Gömlu ráðherrabílarnir voru boðnir hæstbjóðanda á vefsíðunni bilauppbod.is en nýjar keyptar í kjölfar örútboðs innan rammasamninga ríkisins.

Gamli ráðherrabíll iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur verið settur á uppboð. Ekinn 450 þúsund km, orðinn 11 ára gamall og viðhaldsfrekur.
Gamli orðinn lúinn Gamli ráðherrabíll iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur verið settur á uppboð. Ekinn 450 þúsund km, orðinn 11 ára gamall og viðhaldsfrekur.

Sá gamli ekinn 450 þúsund kílómetra

Í vikunni var gamli ráðherrabíll iðnaðar- og viðskiptaráðherra auglýstur til sölu á uppboðsvefnum. Um er að ræða Toyota Land Cruiser 120 jeppa árgerð 2005 sem ekinn er hvorki meira né minna en 450 þúsund kílómetra. Það jafngildir því að hann hafi verið ekinn ríflega 40 þúsund kílómetra á ári. Jeppinn var upphaflega keyptur nýr í nóvember 2005 af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þjónaði síðan innanríkisráðherra frá 2012–2014 en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá október 2014. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var jeppinn orðinn bæði viðhaldsfrekur og bilaður. Boðnar hafa verið 525 þúsund krónur í jeppann á Bílauppboð.is, en sú upphæð nær ekki lágmarksverði. Hinn 25. október næstkomandi ræðst hvort viðunandi verð fáist fyrir bílinn.

Ráðherra á bílaleigubíl

Þar sem búið er að taka ráðherrabílinn úr umferð sem slíkan og setja hann á sölu þá spurði DV hvaða farkost ráðherra hefur notast við undanfarið. Fengust þær upplýsingar að ráðuneytið hafi verið með bílaleigubíl til að brúa bilið þar til nýi bíllinn fæst afhentur.

Mikið afl – algjör lúxus

Volvo XC90 T8 er eitt af flaggskipum framleiðslulínu bílaframleiðandans Volvo. Á vefsíðu framleiðandans er nýja jeppanum lýst sem „hápunktinum í lúxus Skandinavíu nútímans“.
Jeppinn er búinn tengitvinnvél, 16 ventla bensínvél með tveimur forþjöppum og tveimur rafmótorum. Vélin er 407 hestöfl, með tog upp á 640 Nm, og nær 100 kílómetra hraða úr kyrrstöðu á 5,6 sekúndum. Vegna rafmótoranna eyðir hans hins vegar ekki nema 2,1 lítra á hundraði í blönduðum akstri og losar minni koltvísýring.

77 milljónir í ráðherrabíla

Líkt og DV greindi frá í ágúst síðastliðnum höfðu sex ráðherrabílar verið endurnýjaðir á kjörtímabilinu fyrir en með kaupunum á sjöunda bílnum fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur 76,9 milljónum króna verið varið í endurnýjun. Á móti hafa fengist 13,8 milljónir með sölu á gömlu bílunum en einn er óseldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd