Laugardagur 28.mars 2020
Fréttir

Reyndu að selja Emmessís í fyrra

Hófu söluferli og opnuðu gagnaherbergi – Kaupfélagi Skagfirðinga boðið að kaupa

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. október 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slitastjórn Sparisjóðabankans (SPB) og Eignarhaldsfélagið Arev ehf. gerðu árangurslausa tilraun til að selja Emmessís á fyrri hluta síðasta árs. Samkvæmt heimildum DV höfðu eigendur ísgerðarinnar þá samband við yfir tuttugu fyrirtæki eða fjárfestahópa og buðu þeim að gera tilboð í fyrirtækið. Sjö þeirra undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu og fengu í kjölfarið aðgang að gagnaherbergi en ekkert ásættanlegt tilboð barst.

Ekki auglýst

Emmessís var þangað til í ágúst síðastliðnum í eigu samlagshlutafélagsins Arev NI (áður Arev N1). Einkahlutafélagið SPB, sem varð til í kjölfar þess að slitabú SPB lauk nauðasamningum fyrr á þessu ári, á 60 prósenta hlut í Arev NI en Eignarhaldsfélagið Arev, sem er í eigu JST Holding, einkahlutafélags Jóns Scheving Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra verðbréfafyrirtækisins Arev, á hin 40 prósentin.

Samkvæmt upplýsingum DV höfðu þáverandi eigendur ísgerðarinnar samband við yfir tuttugu hópa eða fyrirtæki sem þeir töldu líklega tilbjóðendur og var fyrirtækið ekki auglýst til sölu. Heimildir DV herma að Kaupfélag Skagfirðinga hafi verið boðið að leggja fram tilboð. Það hafi þó aldrei undirritað trúnaðaryfirlýsingu og því ekki verið í hópi þeirra sem fengu aðgang að gagnaherberginu þar sem finna mátti ítarleg gögn um Emmessís. Söluferlið hafi staðið fram á mitt síðasta ár. Ekki náðist í Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, við vinnslu fréttarinnar.

Eiga Hnetutopp

Þegar ekkert ásættanlegt tilboð barst hófu eigendurnir viðræður við Íslandsbanka, stærsta lánardrottinn ísgerðarinnar, um endurfjármögnun Emmessíss. Þeim samningum lauk fyrr á þessu ári og eins og kom fram í DV þann 7. október þá keypti hópur fjárfesta undir forystu Einars Arnar Jónssonar, sem oft er kenndur við Nóatún, 90 prósenta hlut í fyrirtækinu í ágúst. Hópurinn samanstendur af Gyðu Dan Johansen, fjárfesti og eiginkonu Ara Edwald, forstjóra Mjólkursamsölunnar (MS), Þóri Erni Ólafssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sector viðskiptaráðgjafar, og Ragnari Birgissyni, framkvæmdastjóra Emmessíss og fyrrverandi formanni Samtaka íslenskra sparisjóða.

Fjárfestarnir fóru, eins og kom fram í frétt DV, inn í hluthafahópinn þegar þeir lögðu fyrirtækinu til 50 milljónir króna í hlutafé en rekstur þess hefur verið þungur síðustu ár. Einar, Þórir og Gyða settust þá öll í stjórn fyrirtækisins.

Einkahlutafélagið Hnetutoppur, sem var stofnað í júlí síðastliðnum, greiddi 43 milljónir fyrir 77% hlut í Emmessís í hlutafjáraukningunni í ágúst. Samkvæmt upplýsingum DV heldur félagið á eign Einars, Þóris og Gyðu í ísgerðinni. Ragnar Birgisson greiddi sjö milljónir króna fyrir 13% hlut. Einkahlutafélagið SPB er að fullu í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ). Stjórnarformaður SPB er Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri ESÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þorkell birti ótrúlegan spádóm – Stuttu seinna endaði hann í hjólastól

Þorkell birti ótrúlegan spádóm – Stuttu seinna endaði hann í hjólastól
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ríkey varð kjaftstopp í Krambúðinni þegar þetta gerðist – „Við viljum alls ekki stofna neinum í hættu“

Ríkey varð kjaftstopp í Krambúðinni þegar þetta gerðist – „Við viljum alls ekki stofna neinum í hættu“
Fréttir
Í gær

Fjöldauppsagnir hjá Bláa Lóninu – Hátt í 200 manns misstu vinnuna í dag – „Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að tryggja rekstur fyrirtækisins“

Fjöldauppsagnir hjá Bláa Lóninu – Hátt í 200 manns misstu vinnuna í dag – „Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að tryggja rekstur fyrirtækisins“
Fréttir
Í gær

Unnar brast í grát vegna vandamáls sem margir glíma við – „Það er skrýtið og úr háum söðli að falla“

Unnar brast í grát vegna vandamáls sem margir glíma við – „Það er skrýtið og úr háum söðli að falla“