fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Telur sigur Sigurðar og Lilju beina jákvæðri athygli að Framsóknarflokknum

Gæti gefið flokknum aukinn byr í komandi kosningabaráttu

Kristín Clausen
Mánudaginn 3. október 2016 08:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigur Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, og Lilju Daggar Alfreðsdóttur, utanríkisráðherra í formannskjöri á flokksfundi Framsóknarflokksins í gær, gæti beint jákvæðri athygli að flokknum og gefið honum byr undir báða vængi í kosningabaráttunni.

Þetta segir Baldur Þórhallsson, Prófessor í stjórnmálafræði, í Morgunblaðinu í dag.

Baldur bendir á að flokkurinn sé nú kominn með nýja forystu. Formaðurinn hafi gegnt embætti forsætisráðherra í nokkra mánuði og verið farsæll í starfi auk þess sem hann höfði til fólks á landsbyggðinni.

Þá sé Lilja Alfreðsdóttir ný í stjórnmálum og nokkuð óumdeild og höfðar hún að mati Baldurs meira til hefðbundins fylgis á höfuðborgarsvæðinu.

Baldur segir að Framsóknarflokknum hafi þannig tekist að endurnýja sig fyrir kosningar og telur hann að Sigurður Ingi og Lilja verði áberandi í umræðunni fram að kosningum þar sem þau eru nýkjörin í embætti.

Þetta veiti flokknum tækifæri í kosningabaráttunni en átökum innan flokksins þurfi að linna.

Baldur telur einnig að með Sigurð Inga í formannsstólnum hafi flokkurinn styrkt stöðu sína fyrir komandi stjórnarmyndunarviðræður því Sigurður Ingi geti væntanlega unnið með bæði hægri- og vinstriflokkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“