fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Ákærðir fyrir grófa líkamsárás og frelsisviptingu gegn pari: Tveir hafa áður komið við sögu í Papeyjar – og Pólstjörnumálunum

Auður Ösp
Mánudaginn 3. október 2016 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír karlmenn á fertugsaldri hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelssviptingu gegn pari. Atvikið átti sér stað við verslunarmiðstöðina Grímsbæ í Fossvogi í júlí 2014. Tveir mannnana hafa áður hlotið dóma fyrir aðild um umfangsmiklum sakamálum. Vísir greinir frá þessu.

Eru mennirnir sakaðir um að hafa veist að parinu, sem er á fimmtugs og sextugsaldri og slegið þau í andlitið með krepptum hnefa, auk þess að hafa tekið utan um háls konunnar og hert að. Þá eru þeir sakaðir um að hafa þvingað fólkið inn í bifreið en konan mun þá hafa komist út um glugga bifreiðarinnar og náð að flýja. Þá eru sakborningarnirgrunaðir um að hafa því næst ekið með manninn í Garðabæ, haldið honum föngnum í bílnum í dágóða stund og veist að honum. Er einn þeirra sagður hafa slegið manninn með kúbeini víða um líkamann, á meðan annar sló hann ítrekað með krepptum hnefa í líkama hans og höfuð.

Fram kom á vef Vísis í júlí 2014 að manni á fertugsaldri hefði verið haldið í bifreið í rúma klukkustund en að sögn lögreglu var um innheimtuaðgerð að ræða. Þá kom einnig fram að frelsissviptingin hefði hafist eftir slagsmál brutust út á meðal mannanna í Grímsbæ.

Tveir sakborningana, Alvar Óskarsson, og Jónas Árni Lúðvíksson hafa áður hlotið þunga dóma fyrir aðild að umfangsmiklum fíkniefnamálum. Hlaut Alvar Óskarsson sjö og hálfs árs dóm árið 2008 fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu svokallaða á meðan Jónas Árni hlaut fimm ára dóm fyrir aðils sína að Papeyjarmálnu árið 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Pétur Jökull talinn vera fimmti sakborningurinn í stóra kókaínmálinu – Talinn hafa hitt annan sakborning í miðborginni

Pétur Jökull talinn vera fimmti sakborningurinn í stóra kókaínmálinu – Talinn hafa hitt annan sakborning í miðborginni
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hundruð milljóna gjaldþrot hjá fyrirtæki Ásgeirs – Fékk áður risasekt fyrir skattsvik

Hundruð milljóna gjaldþrot hjá fyrirtæki Ásgeirs – Fékk áður risasekt fyrir skattsvik
Fréttir
Í gær

Frosti segir yfirlýsingu Ingibjargar dapra – „Fleiri slúðursögur réttlæta varla það að leyfa ekki ásökuðum manni að bera hönd fyrir höfuð sé“

Frosti segir yfirlýsingu Ingibjargar dapra – „Fleiri slúðursögur réttlæta varla það að leyfa ekki ásökuðum manni að bera hönd fyrir höfuð sé“
Fréttir
Í gær

Húseigandi í Grindavík segist vera að bugast vegna seinagangs Þórkötlu

Húseigandi í Grindavík segist vera að bugast vegna seinagangs Þórkötlu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talið að Rússar geri út glæpamenn til að vinna skemmdarverk í Evrópu og Bandaríkjunum

Talið að Rússar geri út glæpamenn til að vinna skemmdarverk í Evrópu og Bandaríkjunum