fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Símhleranir, upptaka persónulegra gagna, húsrannsókn, mannorðsmissir…

Þorvaldur segir ákæruvaldinu hafa verið misbeitt gegn sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. janúar 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem hlaut 18 mánaða fangelsisdóm í STÍM-málinu svokallaða, segist hafa verið ranglega dæmdur og að ákæruvaldinu hafi verið misbeitt grímulaust gegn sér. Líkir hann malsmeðferðinni við Geirfinns- og Guðmundarmálin og Hafskipsmálið.

Þorvaldur starfaði sem bankamaður á árunum 1996-2010 og var um tíma forstjóri Saga Capital. Hann ritar harðorða grein um dóminn og málatilbúnaðinn allan gegn sér í Fréttablaðið í dag. Þar segir meðal annars:

Eftir fimm ára bið féll dómur í Stím-málinu í héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir jól. Samkvæmt dómi skal ég sæta 18 mánaða fangelsisvist vegna brota er ku hafa átt sér stað fyrir átta árum í öðrum banka en ég starfaði hjá. Mér er reyndar ókunnugt um að þessi brot hafi átt sér stað, en þau voru ósönnuð með öllu. Ég áfrýjaði dóminum samdægurs til Hæstaréttar og mun líklega þurfa að bíða í eitt og hálft ár eftir málsmeðferð þar. Af lestri dómsins er erfitt að sjá að réttarhald hafi farið fram eða að einhvers konar málsvörn hafi átt sér stað.

Þorvaldur segir enn fremur í greininni:

Í fimm ár hef ég mátt þola símhleranir; upptöku persónulegra gagna; húsrannsókn; mannorðsmissi og skert lífsviðurværi. Að óþörfu og ósekju.

Segir Þorvaldur að dómurinn gegn sér byggi á fyrirframgefinni niðurstöðu og hann kunni að vera til marks um að réttarkerfið hafi ekki lært nóg af fyrri mistökum í Geirfinns- og Guðmundarmálinu og í Hafskipsmálinu. Um hlut sinn í STÍM-málinu segir Þorvaldur:

Ég fullyrði að niðurstaðan í Stím-málinu er röng. Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur. Ég get harmað að hafa borist á öldum bjartsýni fyrir 2008, en mögulega voru fleiri sekir um það. Gjaldið hefi ég greitt og það ríflega. Að ég hafi gerst sekur um afbrot er fráleitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir
Fréttir
Í gær

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“
Fréttir
Í gær

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“