fbpx
Fimmtudagur 10.október 2024
Fréttir

Ísland komið á lista Playmo.tv

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. janúar 2016 08:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland hefur bæst í hóp þeirra landa sem boðið er upp á hjá VPN þjónustunni Playmo.tv. Þjónustuna hefur verið afar vinsæl hjá notendum Netflix sem búa í löndum þar sem þjónusta Netflix er ekki í boði.

Til þess að gera ansi flókið mál einfalt; þá býður Playmo.tv viðskiptavinum sínum upp á að nota netið eins og maður sé staddur í því landi sem maður vill vera staddur í. Þannig velja flestir Bandaríkin þar sem Netflix er með mesta úrvalið þar í landi. Í gegnum Playmo.tv þjónustuna getur maður fengið óheftan aðgang að þeim markaði.

Þá gat maður einnig valið Bretland, og fékk því upp sama úrval og Bretar sjá þegar þeir nota Netflix.

Og nú er Ísland búið að bætast í hóp þeirra landa sem maður getur valið. Þannig geta áskrifendur að Netflix, sem notast við Playmo.tv þjónustuna einfaldlega skipt um land á síðunni, valið semsagt Ísland, og þá kemur íslenska skjámyndin upp.

Eins og kunnugt er þá opnaði Netflix fyrir aðgang Íslendinga að myndveitu sinni um áramótin, þannig að það er ekki lengur þörf á að fara þá flóknu krókaleið sem þúsundir Íslendinga hafa þó nýtt sér síðustu ár til þess að nálgast myndveituna.

Hægt er að nálgast síðuna hér. Um mikilvægi hennar þegar kemur að því að tengjast Netflix annarstaðar í heiminum, má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússar reisa nýtt „dularfullt“ mannvirki

Rússar reisa nýtt „dularfullt“ mannvirki
Fréttir
Í gær

Slæmar fréttir fyrir Pútín – Valdamikið fólk í framkvæmdastjórn ESB vill herða stefnuna gagnvart Rússlandi

Slæmar fréttir fyrir Pútín – Valdamikið fólk í framkvæmdastjórn ESB vill herða stefnuna gagnvart Rússlandi