fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Kveiktir verða eldar, sjúkrabílar í neyðarakstri og björgunarsveitir verða áberandi

Flugslysaæfing fer fram á Reykjavíkurflugvelli á morgun

Kristín Clausen
Föstudaginn 30. september 2016 12:30

Flugslysaæfing fer fram á Reykjavíkurflugvelli á morgun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isavia vill benda íbúum höfuðborgarsvæðisins á að haldin verður flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 1. október á milli 11-15. Æfingin er mjög umfangsmikil og munu um 450 manns taka þátt í henni.

Kveiktir verða eldar, sjúkrabílar aka í neyðarakstri, björgunarsveitarbílar verða áberanda og svo framvegis. Fólk sem er á ferli um höfuðborgina mun eflaust verða vart við æfinguna og því vildum við hjá Isavia benda á að allt verður þetta sem betur fer sviðsett.

Æfingin verður sem fyrr segir mjög umfangsmikil og margar starfseiningar koma að henni svo sem starfsmenn flugvallarins, lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningsaðilar, starfsmenn sjúkrahúsa, almannavarnir, björgunarsveitir, Rauði krossinn, prestar, rannsóknaraðilar auk fjölda annarra.

Flugslysaæfingar sem þessar eru haldnar á um fjögurra ára fresti á hverjum flugvelli á Íslandi þar sem starfrækt er áætlunarflug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí