fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Helgi Hrafn hjólar í Gústaf Níelsson: Segir að Íslenska Þjóðfylkingin þurfi að ákveða hvort hún tefli fram rasista í oddvitasæti

„Þjóðsagan um afburðagreind þína er farin til helvítis, sorry pal.“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. september 2016 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslenska Þjóðfylkingin snýst ekki bara um ást á okkar landi og menningu, heldur einnig mjög skýra og blygðunarlausa fordóma gagnvart fólki á grundvelli kynþáttar. Ekki trúarbragða, heldur kynþáttar. Það hét, og heitir, og mun áfram heita rasismi.“

Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í harðorðri færslu á Facebook-síðu sinni sem beint er til Gústafs Níelssonar, oddvita Íslensku Þjóðfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður.

Umræðan um innflytjendamál og fjölmenningu hefur verið nokkuð fyrirferðamikil að undanförnu, en Íslenska Þjóðfylkingin er á móti fjölmenningu og berst gegn því að moskur verði reistar hér á landi svo dæmi séu tekin. Gústaf Níelsson, sem vakið hefur athygli fyrir berorð ummæli um innflytjendamál, fer fyrir flokknum í Reykjavík norður.

Helgi Hrafn hjólar í Íslensku Þjóðfylkinguna og þá einna helst Gústaf Níelsson sem svarar í sömu mynt í athugasemdum undir færslunni.

„Mér finnst reyndar svo sjálfsagt að styðja íslenska hagsmuni og íslenska menningu í íslenskum stjórnmálum að mér finnst kjánalegt þegar þetta fólk lætur eins og að það styðji Ísland eitthvað meira en aðrir stjórnmálaflokkar, en það er bara það: kjánalegt. Það er auðvitað enginn rasismi fólginn í því að nota íslenska fánann, vilja styðja við íslenska menningu, íslenska tungu og leggja áherslu á sögu kristninnar á Íslandi í grunnskólum,“ segir Helgi og bætir við að það sé ekki heldur rasismi að vera ósammála honum eða nokkrum öðrum. Þá megi deila um það hvort það sé rökrétt að kalla fordóma á grundvelli trúarbragða rasisma.

„Persónulega læt ég mér duga að kalla það fordóma ef það eru fordómar, og gagnrýni ef hún er byggð á einhverju haldbæru.
Þetta hérna er hinsvegar ekkert nema rasismi: „Arabarnir hafa engan áhuga á íslenskri menningu, frekar en evrópskri almennt.“
– Gústaf Níelsson
Þetta er ekki „ný-rasismi“, heldur einfaldlega rasismi,“ segir Helgi Hrafn og bætir við að það þýði ekkert að væla yfir því að vera kallaður rasisti þegar maður segir rasíska hluti.

„Íslenska Þjóðfylkingin verður að ákveða sig: ætlar hún að sætta sig við að bjóða fram rasista sem oddvita í kjördæmi borgarinnar, eða skipta um oddvita? Það eru bara þessir tveir möguleikar í boði, nema kraftaverk eigi sér stað og Gústaf Níelsson skipti um skoðun,“ segir Helgi og bætir við að það sé ekki hans stíll að tala opinberlega niður frambjóðendur annarra flokka.

„…og ég veit mætavel að stundum er fólk ranglega kallað rasískt fyrir að hafa réttmætar áhyggjur af árekstrum menningarheima (ég hef slíkar sjálfur), en ég ætla ekki að sitja undir málflutningi Íslensku Þjóðfylkingarinnar og láta það óátalið að menn láti eins og að skýr og augljós rasismi sé eitthvað annað en nákvæmlega það,“ segir Helgi Hrafn.

Gústaf svarar Helga Hrafni fullum hálsi undir færslunni og gerir meira að segja lítið úr greind hans. „Þú heldur bara áfram að sprikla á önglinum, Helgi Hrafn Gunnarsson og masa mikið um lítið. En þjóðsagan um afburðagreind þína er farin til helvítis, sorry pal,“ segir hann. Fjörugar umræður hafa átt sér stað undir færslu Helga Hrafns þar sem Gústaf er legið á hálsi fyrir að svara ekki fyrir sig á málefnalegan hátt. Gústaf bætir við á öðrum stað í athugasemdum að Helgi sé „á önglinum“ og hann sé „ekkert vel gefinn“. „Menn verða bara að sætta sig við raunveruleikann. Helgi Hrafn Gunnarsson og allt píratapartýið lifir í draumi. En af draumum sínum vakna menn á endanum,“ segir Gústaf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum