fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Safna fyrir Stefán Karl

Auður Ösp
Miðvikudaginn 28. september 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir af þekktustu tónlistarmönnum Íslands hyggjast koma fram á tónleikum til styrktar leikaranum ástsæla Stefáni Karli Stefánssyni þann 3.október næstkomandi, en Stefán Karl glímir um þessar mundir við alvarleg veikindi.

Líkt og DV greindi frá á dögunum var Stefán Karl nýlega lagður inn á sjúkrahús vegna meins sem veldur þrengingum í gallvegi og brisgöngum og mun hann gangast undir skurðaðgerð þann 4. október næstkomandi þar sem meinið verður fjarlægt.

Segir eiginkona hans. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í færslu á fésbókarsíðu sinni að aðgerðin sem hann muni undirgangast sé flókin og vandasöm og að eftir hana taki við langt bataferli og lyfjameðferð ef þörf krefur.

Í tilkynningu á heimasíðu Þjóðleikhússins kemur eftirfarandi fram:

„Okkar ástsæli og dýrmæti leikari, Stefán Karl Stefánsson, glímir nú við erfið veikindi sem kalla á kostnaðarsamar aðgerðir og meðferðir með tilheyrandi vinnutapi og fjárhagsáhyggjum.

Við, samstarfsfólk hans og vinir, höfum tekið okkur saman um að halda þessa styrktatónleika fyrir hann og fjölskyldu hans.

Stefán Karl er þjóðargersemi og mikilvægt fyrir okkur öll að hann geti áhyggjulaus einbeitt sér að því að ná heilsu á ný.“

Tónleikarnir fara fram þann 3. október næstkomandi á Stóra sviði Þjóðleikhússins og er miðaverð 3500 kr. Leikkonan Edda Björgvinsdóttir verður kynnir kvöldsins en eftirfarandi listamenn koma fram:

Bubbi Morthens
Ný dönsk
Úlfur Úlfur
Salka Sól
Laddi
Gói
Hansa og Selma
Jón Ólafsson
Regína Ósk
Valgeir Guðjónsson
Stuðmenn

Hér má nálgast miða á tónleikana

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum
Fréttir
Í gær

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“