fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Joniada færði Flensborgarskóla óvæntan glaðning

Var vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni fyrr á árinu – Yfirburða námsmaður

Auður Ösp
Þriðjudaginn 27. september 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru miklir fagnaðarfundir í dag þegar hin 18 ára gamla Joniada Dega frá Albaníu kom og færði Flensborgarskóla þakklætisvott en hún lauk stúdentsprófi frá skólanum í vor. DV hefur fjallað ítarlega um mál Joniödu og fjölskyldu hennar en þau komu aftur til Íslands í júlí síðastliðnum eftir að hafa verið vísað úr landi. Hafði Joniada þá vakið eftirtekt fyrir einstakan námsárangur.

DV greindi fyrst frá sögu Dega fjölskyldunnar í byrjun árs en þau kokom hingað til lands í lok júlí í fyrra í leit að hæli. Kom fram að þeim væri lýst sem einstaklega duglegri, áhugasamri og jákvæðri fjölskyldu. Einnig kom fram að Joniada og bróðir hennar Vilken hefðu aðlagast íslensku samfélagi með undraverðum hætti og staðið sig glæsilega í skólum sínum. Greint var frá því að Joniada ætti sér þann draum að verða læknir og að glæsilegur námsárangur hennar í Flensborgarskóla hefði vakið eftirtekt. Þannig sagði Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborgar að þrátt fyrir að meginhluti námefnisins hefði verið á íslensku hefði Joniada gert sér lítið fyrir og klárað lokapróf með níur og tíur.

„Hún var hér um daginn að lesa á íslensku upp úr bók fyrir kennarann sinn. Ég segi ekki að hún hafi skilið allt en hún gat lesið það þannig að hún var vel skiljanleg. Þannig að þessi stúlka er alveg ljóngreindur námsmaður og hræðilegt ef hún dytti út úr menntakerfinu eins og því miður allt virðist stefna í. Það væri fengur fyrir íslenskt samfélag að fá svona nemanda hér inn,“ sagði Magnús meðal annars.

Í bréfi til fjölmiðla bætti Magnús við að Joniada væri „sómi hvaða samfélags sem er“: „Ég veit ég tala fyrir hönd langsamlega flestra nemenda og starfsmanna skólans, alveg sérlega þeirra sem hafa verið í námshópum með henni og kennt henni eða unnið með hennar mál, að verði af brottvísun fjölskyldunnar er Ísland að tapa miklu.“

DV greindi síðan frá því í maí síðastliðnum því að sökum brottvísun fjölskyldunnar úr landi hefði verið ákveðið að flýta fyrir útskrift Joniödu úr Flensborgarskóla en þaðan lauk hún stúdentsprófi af náttúrfræðibraut og var lægsta einkunn hennar 9. Athylgi vakti að hún hélt ræðu á íslensku, en útskriftin átti sér stað einungis 5 dögum áður en vísa átti fjölskyldunni úr landi. Þá greindi DV frá því í júlí að fjölskyldan hefði fengið dvalarleyfi á Íslandi til árs í senn og væri nú komin aftur heim. Í samtali við blaðamann var greinilegt á tali Joniödu að hún leit björtum augum á framtíðina „Ég hlakka til að hefja nám í haust í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík og mun leggja alla áherslu á að standa mig vel í því.“

Á facebooksíðu Flensborgarskóla er greint frá heimsókn Joniödu í skólann í dag og birtar meðfylgjandi myndir.
Augljóst er að hlýtt er á milli skólastjórnenda og fjölskyldunnar en Joniada stundar nú nám í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Reyndust skóalstjórnendur Flensborgar hæstánægðir með heimsóknina og glaðninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí