fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Íslendingur sagður hafa bitið eyrað af Þjóðverja: „Ég drep þig!“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 27. september 2016 22:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska götublaðið B.Z. í Berlín greinir frá því fyrr í kvöld að ölvaður Íslendingur hafi síðastliðinn sunnudag bitið hluta úr eyra manns um borð í lest í Berlín. Íslendingurinn er sagður hafa verið handtekinn í kjölfarið en fórnarlambið mun hafa reynt að stöðva árás Íslendingsins á annan farþega í lestinni.

Í samtali við BZ lýsir hinn 37 ára gamli Alexander B. því þannig að hann hafi setið um borð í lest sem gengur á milli Berlínar og Nauen síðastliðinn sunnudag. Segir hann að um borð hafi einnig verið ölvaður Íslendingur sem skyndilega hafi farið að hreyta ókvæðisorðum að ungum manni. Hann hafi ráðist að manninum með svívirðingum, kallað hann „Bin Laden“ og spurt hvort hann ætlaði ekki að ákalla Allah og sprengja sprengju. Ungi maðurinn hafi þó ekki brugðist við þeim aðdróttunum í fyrstu. Segir Alexander Íslendinginn jafnframt hafa reynt að fá aðra farþega lestarinnar í lið með sér en án árangurs.

Alexander segist því næst hafa ákveðið að grípa inn í og stoppa Íslendinginn en sá hafi brugðist illa við og þá hafi komið til átaka á milli þeirra tveggja. Hann hafi náð að ýta Íslendingum niður í gólfið en Íslendingurinn hafi þá brugðist við með því að ráðast að honum og bíta stóran hluta úr eyra hans. Þá segir Alexander að árásarmaðurinn hafi þvínæst öskrað: „Ég drep þig!“ og fyrst þá hafi aðrir farþegar lestarinnar skipt sér af átökunum.

Alexander segist nú bíða þess að geta gengist undir uppbyggingu á eyranu þar sem ekki var hægt að sauma á stykkið sem bitið var úr.

Hluti eyrans sem Íslendingurinn er sagður hafa bitið úr Alexander. Mynd/BZ.
Hluti eyrans sem Íslendingurinn er sagður hafa bitið úr Alexander. Mynd/BZ.

Þá kemur fram í grein BZ að íslenski ferðamaðurinn hafi verið handtekinn af lögreglunni í Berlín og að ekki sé um að ræða fyrsta skiptið sem hann ráðist á annan einstakling með þessum hætti. Þá kemur fram að hann verði leiddur fyrir dómara á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí