fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Valdimar er kominn fram: Hringdi í fjölskylduna frá Spáni í gærmorgun

Rósa Ólöf, systir hans, flaug til Spánar til að aðstoða hann

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 19. september 2016 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdimar Svavarsson, íslenskur karlmaður sem saknað var á Spáni, er kominn fram. Þetta segir systir hans, Rósa Ólöf Ólafíudóttir, í samtali við DV.

DV greindi frá því á föstudag að ekkert hefði spurst til Valdimars í viku. Hann var staddur í ísbúð í Alicante og sagðist hafa verið rændur. Tjáði hann fjölskyldu sinni símleiðis að öllu hefði verið stolið, þar á meðal vegabréfi, kreiditkorti og síma. Lofaði hann að láta heyra í sér skömmu síðar en þegar nokkrir dagar liðu var fjölskyldan farin að ókyrrast.

Rósa segir að Valdimar hafi haft samband í gærmorgun. Þá leyfði íslenskur eigandi ísbúðar á Alicante honum að hringja í fjölskyldu sína þar sem hann tjáði henni að hann væri heill heilsu. Rósa er nú stödd á Alicante til að aðstoða bróður sinn, en sem fyrr segir var hann símalaus auk þess að vera ekki með vegabréf.

Rósa segir að Valdimar sé heill heilsu en hún flaug til Spánar í gær og er væntanleg heim aftur á morgun. Í samtali við Fréttatímann í síðustu viku sagði Rósa að Valdimar hefði dvalið á hóteli í strandbænum Albir. Hann hefði átt við áfengisvandamál að stríða og fallið eftir tveggja ára bindindi í fríinu á Spáni. Upphaflega stóð til að Valdimar kæmi til Íslands 4. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd