fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Pistlahöfundur Grapevine: „Farðu í rassgat, Justin Bieber“

„Slæmt er ekki rétta orðið til þess að lýsa frammistöðu þinni. Rétta orðið er „móðgandi“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 11. september 2016 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Justin, vinsamlegast hlustaðu á mig. Ég elskaði þig. Ég grátbað Grapevine-blaðið um að fá að skrifa gagnrýni um tónleikanna þína. Ég var aðdáandi þinn. Ég hlustaði á plöturnar þínar öllum stundum. Ég söng með. Ég lærði dansinn við „Sorry“. Þegar fólk hæddist að þér þá sagði ég: „Nei, þú skilur ekki.“ Þegar aðrir hlógu að andlitshúðflúri þínu þá sagði ég „Nei, þetta er frábært“. Ég var til staðar fyrir þig, elskan. Ég varði þig.“

Með þessum orðum hefst gagnrýni pistlahöfundarins Hannah Jane Cohen, sem birtist á vefsíðu Grapvine, um tónleika poppgoðsins Justin Bieber. Gagnrýnin er skrifað sem opið bréf til poppgoðsins.

Óhætt er að segja að Hannah Jane sé ekki ánægð með frammistöðu Bieber. Hún segist hafa verið mikill aðdáandi hans og að lög hans séu ótrúleg og að hún haldi ekki vatni yfir myndböndunum kappans. Þá rekur hún hversu mikið tónleikahaldarar lögðu á sig til þess að skipuleggja tónleikanna og í raun íslenskt samfélag því að götum í Kópavogi var lokað með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa.

„Slæmt er ekki rétta orðið til þess að lýsa frammistöðu þinni. Rétta orðið er „móðgandi“. Justin, þú ert heimsfrægur. Fólk elskar þig. Íslendingar elska þig. Hvernig vogar þú þér að stíga á svið og mæma um 80% laganna. Og hvernig vogar þú þér, fyrst að þú á annað borð mæmaðir, að dansa svona illa,“ segir Hannah Jane.

Hún ber frammistöðu Biebers við Beyonce, Taylor Swift og Madonnu sem hún hefur að eigin sögn barið augum á tónleikum. Þær dansi frá sér allt vit þegar þær á annað borð þykist syngja. „Þú reyndir ekki einu sinni. Þér var alveg sama. Frammistaðan var letileg og dansæfingarnar hæfðu meðalljóni,“ segir bréfritari og nær ekki upp í nef sér yfir þeirri staðreynd að Bieber hafi ekki lagt sig meira fram. Ástæðan er fyrst og fremst sú að létt sé að syngja lög hans að hennar mati.

Þá telur hún að íslenskir flytjendur eins og Kælan Mikla, Emmsjé Gauti og Agent Fresco hefðu átt þetta umstang mun meira skilið enda myndu þessir flytjendur standa sig mun betur en sá kanadíski. „En nei, þú varst sá sem að Usher uppgötvaði og þessvegna ert þú moldríkur en ekki þeir,“ segir Hannah Jane.

Færslan nær svo hámarki í lokin þegar bréfritari segir Bieber að fara til fjandans. „Þú varst ekki einu sinni að reyna. Þetta var bara ein ávísun í viðbót fyrir þig. Í hvað ætlaru eiginlega að eyða henni? Fleiri heimskuleg andlitshúðflúr? Kannski ættiru að láta húðflúra „Meðalmennska“ á ennið á þér. Þú átt það skilið. Farðu til fjandans Justin. Ég er miður mín og það er of seint að segja fyrirgefðu, elskan,“ segir bréfritari og vísar til tveggja þekktustu laga Biebers.

Ljóst er að sá kanadíski hefur misst aðdáanda eftir frammistöðu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst