fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

GAMMA áfram aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 7. september 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

GAMMA áfram aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands

GAMMA Capital Management og Sinfóníuhljómsveit Íslands gengu frá samstarfssamningi í dag þess efnis að GAMMA verður áfram aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Samningurinn gildir til september 2020 og styrkir GAMMA hljómsveitina um tæplega 90 milljónir króna næstu fjögur ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gamma en meginmarkmið samningsins er að styðja við öflugt starf hljómsveitarinnar, efla kynningu á fjölbreyttu verkefnavali og breikka enn frekar í hópi gesta sem sækir viðburði á hennar vegum.

Ragnar Jónasson, yfirlögfræðingur GAMMA og rithöfundur, og Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, skrifuðu undir samkomulagið. GAMMA hefur verið styrktaraðili hljómsveitarinnar frá árinu 2011 og aðalbakhjarl starfseminnar frá 2013.

Við undirskrift samningsins sagði Arna Kristín Einarsdóttir: „Það er mikils virði fyrir Sinfóníuhljómsveitina að eiga að öflugan bakhjarl líkt og GAMMA. Samstarfið hefur verið mjög ánægjulegt, maður finnur sannarlega mikinn áhuga að baki stuðningnum við hljómsveitina sem er afar dýrmætt fyrir okkur og menningu landsins.“

„Samstarfið við Sinfóníuhljómsveitina hefur verið langt og farsælt, við lok samningsins hefur GAMMA verið styrktaraðili hljómsveitarinnar í tæpan áratug. Það er metnaður okkar að geta stutt áfram vel við menningu og listir í landinu og einkar ánægjulegt að geta staðið við bakið á okkar öflugasta tónlistarfólki. Sinfóníuhljómsveitin er í fremstu röð og vakið heimsathygli fyrir frábæran tónlistarflutning. Við erum stolt af því að geta lagt okkar á vogarskálarnar til að svo verði áfram,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi