fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Átta ára stúlka lést í umferðarslysi

Kveikt var á kertum til minningar um barnið á Siglufirði í gærkvöldi

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 6. september 2016 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil sorg ríkir nú á Siglufirði vegna andláts átta ára gamallar stúlku úr bænum sem lést í bílslysi við vegamót Ólafsfjarðarvegar og Skíðdalsvegar síðdegis á sunnudaginn.

Frá þessu er greint á Vísi. Þar segir jafnframt að íbúar á Siglufirði hafi kveikt á kertum í gærkvöldi til minningar um stúlkuna.

Þrjár bifreiðar skullu saman í árekstrinum en fimm farþegar voru í bílunum. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús þar sem stúlkan var úrskurðuð látin.

Í fréttinni er jafnframt greint frá því að þrír séu enn á sjúkrahúsi á Akureyri en ástand þeirra er stöðugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí