fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Nemar við MH flytja inn rappara frá New York

Lögum G4SHI hefur verið streymt í milljónatali

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtinefnd Nemendafélagsins í Menntaskólanum við Hamrahlíð hyggst flytja inn rappara frá New York til að spila á busaballi skólans á miðvikudagskvöld. Engir styrktaraðilar koma að málum heldur eru það einungis nemendurnir sjálfir. Um er að ræða rapparann G4SHI sem lék í tveimur lögum á nýjustu plötu DJ Snake sem var streymt nærri 17 milljón sinnum fyrstu vikuna eftir útgáfu.

G4SHI er 26 ára, fæddur í Albaníu en hefur búið í New York frá barnsaldri. Vinsældir hans fara vaxandi og því er það stórt skref fyrir menntaskólanemendur að flytja inn slíkan tónlistarmann:

„Við erum fimm í ráðinu, Ísleifur Eldur, sem situr í ráðinu, var búinn að fylgjast með honum á netinu og datt í hug að athuga hvort það væri hægt að bóka hann. Við höfðum samband við umboðsmann G4SHI í gegnum Twitter og komumst að því að það væri hægt að fá hann fyrir ekkert rosalega mikið,“ segir Vigdís Kristjánsdóttir, oddviti skemmtinefndar NFMH, í samtali við DV. Hún segir það einnig dýrt að bóka íslenska tónlistarmenn og því sé þetta verkefni alveg gerlegt þrátt fyrir að bóka þurfi flug og gott hótel fyrir G4SHI.

Sturla Atlas mun einnig koma fram á ballinu en miðasalan fer fram innan veggja MH og á netinu og kostar miðinn 4 þúsund krónur fyrir nemendur og 4.500 kr. fyrir fólk utan skólans. Hver nemandi í MH má kaupa einn miða til viðbótar fyrir gest og því þurfa rappunnendur á Íslandi, sem ekki eru í skólanum, að eignast þar góðan vin til að sjá G4SHI.

„Ég rakst á hann fyrir tilviljun á Soundcloud, ég fór að hlusta á fleiri lög með honum og fór svo að fylgjast með honum á samfélagsmiðlum. Svo kom ég bara með þessa tillögu á fundi og við ákváðum að láta reyna á þetta,“ segir Ísleifur Eldur Illugason.

Nemendafélagið hefur verið í viðræðum við G4SHI síðan í júlí og er hann mjög spenntur fyrir að heimsækja Ísland:

„Hann var byrjaður að auglýsa að hann væri á leið til Íslands áður en við vorum búin að semja við hann,“ segir Ísleifur. Nemendafélagið tekur á móti G4SHI á morgun og hefur lofað að sýna honum einhverja flotta staði sem hann hyggst nota í tónlistarmyndband. Hann fer svo úr landi á föstudag.

Hér fyrir neðan má svo hlýða á lagið What They Know með G4SHI:

Hér má svo hlýða á busaballslag MH þetta árið:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“