fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Morðingi John Lennon fær ekki frelsi

Mark David Chapman hefur sótt níu sinnum um reynslulausn en ávallt verið hafnað

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 29. ágúst 2016 23:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark David Chapman, banamanni Bítilsins Johns Lennon, var á dögunum synjað um reynslulausn. Tæp 36 ár eru síðan Chapman skaut Lennon til bana fyrir utan Dakota-íbúðabygginguna í New York.

Skilorðsnefnd tók beiðni Chapmans fyrir á dögunum og er skemmst frá því að segja að henni hafi verið synjað. Chapman var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið, en hann gat sótt um reynslulausn eftir að hafa setið í fangelsi í 20 ár.

Chapman, sem er 61 árs, hefur alls níu sinnum óskað eftir reynslulausn en ávallt verið hafnað. Þriggja manna skilorðsnefnd fór yfir beiðnina, en ekki fæst uppgefið á hvaða forsendum henni var hafnað.

Þetta þýðir að Chapman verður á bak við lás og slá næstu tvö árin hið minnsta, en þá getur hann að nýju sótt um reynslulausn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni