fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Jóhannes Þór ósáttur: „Allt í þessum samskiptum var lygi“

Vandar íslenskum og sænskum fjölmiðlum ekki kveðjurnar í pistli á heimasíðu sinni

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 29. ágúst 2016 16:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar íslenska og sænska fjölmiðlamenn um óheiðarleika í pistli sem hann skrifar á heimasíðu sína í dag.

Þar fjallar Jóhannes meðal annars um frægt viðtal við Sigmund Davíð þar sem hulunni var svipt af aflandsfélaginu Wintris. Tilefnið virðist þó vera yfirlýsing frá Reykjavík Media, Kastljósi og fleirum um helgina í kjölfar viðtals Morgunblaðsins við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs.

„Á laugardaginn birtist enn ein yfirlýsingin frá Reykjavík Media, Kastljósi og fleirum þar sem undirritaðir stilla sjálfum sér upp með geislabaug og vængi og öðrum sem lygurum,“ segir Jóhannes í byrjun greinarinnar.

„Það minnti mig á það þegar svipuð yfirlýsing birtist frá sömu aðilum í vor þar sem farið var rangt með samtal sem ég átti við Nils Hanson ritstjóra hjá sænska ríkissjónvarpinu þann 11. mars síðastliðinn. Þar er reyndar farið rangt með fleira en byrjum á þessu. Í kjölfarið birti Ríkisútvarpið tvær fréttir með viðtölum við Hanson þar sem hann krítaði áfram liðugt um þetta samtal. Ég hef ekki kosið að tjá mig mikið um það eða annað varðandi þetta opinberlega en held að þegar öllu er á botninn hvolft sé rétt að fara aðeins yfir nokkra hluti varðandi samskipti mín við þetta fjölmiðlafólk,“ segir Jóhannes sem nefnir nokkur atriði máli sínu til stuðnings.

Sem Jóhannes Þór vísar meðal annars til í pistli sínum.
Viðtalið fræga Sem Jóhannes Þór vísar meðal annars til í pistli sínum.

Mynd: Skjáskot

„Í byrjun mars fékk ég símtöl og tölvupósta frá Jóhannesi Kristjánssyni þar sem óskað var eftir viðtali við forsætisráðherra fyrir sænska ríkissjónvarpið. Jóhannes kynnti sig sem milligönguaðila og það staðfestu Svíarnir. Það var lygi,“ segir Jóhannes.

„Í kjölfarið sendi Sven Bergman til mín yfirlit um hvað SVT vildi ræða í viðtalinu. Þar var vel útlistað að þeir vildu fjalla um sænska húsnæðismarkaðinn og heyra um reynslu Íslendinga í því efni, uppbyggingu eftir efnahagshrunið og hversu vel Ísland væri búið undir aðra niðursveiflu. Þá hefðu þeir áhuga á að heyra af baráttu forsætisráðherra gegn Icesave og kröfuhöfum föllnu bankanna.

Allt í þessum samskiptum var líka lygi,“ bætir hann við.

„Það er skemmst frá því að segja að í tæpar tvær vikur var allt sem kom fram í símtölum, tölvupóstum og persónulegum samtölum við mig af hálfu þessara manna lygi. Allt fram til þess að rétt í þann mund sem viðtalið var að hefjast sagði Jóhannes Kristjánsson við mig að fyrra bragði að það „væri ný reynsla fyrir sig að vera bara skrifta“ í svona viðtali,“ bætir Jóhannes Þór við.

Hann heldur áfram:

„Óheiðarleikinn hélt svo áfram eftir að viðtalinu lauk. Þá ræddi ég við þá báða, bað um skýringar á þessari hegðun (sem lítið var um) og óskaði skýrt eftir því að þeir hættu að mynda það samtal enda hafði ég ekki samþykkt að vera í mynd eða viðtali. Eftir að Bergman samþykkti það sá ég að myndatökumaður þeirra hélt áfram að mynda og ég þurfti að krefjast þess sérstaklega til að hann hætti loks, mjög fýldur á svip, eins og ég hefði tekið af honum sleikjó,“ segir Jóhannes.

Grein hans má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið