fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Óttast ekki fasteignabólu þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir

Skortur á framboði fjölbýlis orsakar meiri áhuga á sérbýli

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mikið á síðustu mánuðum. Til dæmis um 2,2% bæði í júní og júlí. Hækkun undanfarna tólf mánuði nam 12,4% í lok júlí.“

Þetta segir í frétt Hagsjár, hagfræðideildar Landsbankans. Þar er greint frá því að verð á fjölbýli hafi hækkað um 13,6% og sérbýli um 9,3%. Frá áramótum nemur hækkunin 8,3% en Hagfræðideild hafði spáð 9% hækkun íbúðaverðs milli áranna 2015 og 2016. Það blasir því við að hækkanir á fasteignamarkaði á árinu verði talsvert meiri en spár gerðu ráð fyrir.

Staðan að breytast

„Verð á sérbýli hefur hækkað mun minna en á fjölbýli á undanförnum misserum. Sú staða virðist vera að breytast. Sé litið á hækkanir síðustu 6 mánaða sést að verð á fjölbýli og sérbýli hefur hækkað jafn mikið eða um 7,7%,“ segir í fréttinni

Lengi hefur verið rætt um að framboð á íbúðarhúsnæði í fjölbýli anni ekki eftirspurn og hafi sú staða átt þátt í mikilli verðhækkun fjölbýlis. Svo virðist sem skortur á framboði fjölbýlis hafi leitt til meiri áhuga og eftirspurnar eftir sérbýli sem aftur hafi áhrif á verð.

Margir horfa til baka til áranna 2004-2006 þegar rætt er um hækkun fasteignaverðs og er oft rætt um bólumyndun í því sambandi. Kaupmáttur jókst þannig um 1-2% á árunum 2004 og 2005 á meðan fasteignaverð hækkaði um 13% á árinu 2004 og 35% á árinu 2005.

Hækkun umfram kaupmátt

Fasteignaverð hækkaði því verulega umfram kaupmátt og aðrar tengdar stærðir. Í slíku tilviki er klárlega um bólumyndun að ræða.

„Sé litið á þróun síðustu ára er greinilegt að hækkun húsnæðisverðs og kaupmáttar hefur fylgst betur að en var á tímabilinu 2004-2006. Á árinu 2014 hækkaði fasteignaverð um 8,5% á meðan kaupmáttur hækkaði um 3,7% og á árinu 2015 hækkaði verðið um 9,4% og kaupmátturinn um 5,5%.“

Sé litið til síðustu 12 mánaða hefur verðið hækkað um 12% og kaupmátturinn um 6%. Það er því mun minni munur á hækkun fasteignaverðs og kaupmáttar en var á árunum fyrir hrun.

Niðurstaða Hagsjár er því sú að það er, enn sem komið er, ekki ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að fasteignabóla sé komin í gang með sama hætti og var á árunum 2004-2006.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“