fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Deilir sláandi ljósmyndum af afleiðingum líkamsárásar: Vill vekja fólk til umhugsunar

„Ég var hrædd um að hann myndi drepa mig. Ég var viss um að ég myndi deyja“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 18. ágúst 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 18 ára gamla Chloe Parkes varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hendi kærasta síns í upphafi ársins. Íkjölfarið þurfti meðal annars að sauma 54 spor í líkama hennar auk þess sem hún missti allan mátt í hægri hönd vegna taugaskaða. Hún hefur nú birt myndir af áverkum sínum eftir árásina og vill vekja fólk til umhugsunar um heimilisofbeldi og afleiðingar þess.

Chloe kemur frá bænum Radcliffe í Englandi en fyrrverandi kærasti hennar til tveggja ára, hinn 28 ára gamli Adam Kopicka, hlaut í gær níu og hálfs árs fangelsisdóm fyrir árásina. Árásin átti sér stað fyrir utan bar í bænum Radclifffe, skömmu eftir miðnætti á nýársnótt.

Chloe segir kærastann hafa verið ljúfan og heillandi í upphafi sambandsins og hafi hann sífellt verið að færa henni gjafir. Umrætt kvöld hafi hann ekki sýnt nein merki um skapofsa eða reiði en rétt eftir að nýja árið var hringt inn hafi þau farið að rífast og í kjölfarið hafi kærastinn umbreyst í skrímsli. „Komdu með mér núna. Ég þarf að tala við þig áður en ég drep þig,“ er Kopicka sagður hafa öskrað.

„Hann reif í hárið á mér, braut síðan glas á veggnum og byrjaði að skera mig um allan líkann. Síðan grýtti hann mér í jörðinni,“ rifjar Chloe upp. Þá reyndi kærastinn einnig að kyrkja hana og bíta af henni fingurna en hann flúði á braut eftir að hann sá fólk koma út af barnum. Hún sá hann ekki eftir það.

„Ég var hrædd um að hann myndi drepa mig. Ég var viss um að ég myndi deyja,“ segir hún jafnframt.

Rétt er að vara viðkvæma við ljósmyndunum sem hér fylgja

Hún var flutt með hraði á sjúkrahús þar sem hún eyddi næstu fjórum dögum á lýtalækningadeild. Þar voru meðfylgjand myndir teknar. Hún hefur ekkert getað unnið eða sinnt námi eftir árásina og kveðst hún ennþá fá martraðir á nóttunni þar sem hún endurupplifir hryllinginn.

Kopicka var sem fyrr segir dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi í gær en fyrir dómi kvaðst ekkert muna frá kvöldinu. Hann hafði áður hlotið dóma fyrir líkamsárásir.

Chloe kveðst vilja koma frásögn sinni á framfæri ekki síst til að bjarga öðrum frá því að lenda í ofbeldissambandi.

„Ég myndi segja við hvern þann sem er í þessari stöðu að fara varlega og ekki vera áfram í þessu sambandinu- fyrir alla muni, fara úr sambandinu strax. Um leið og einhver leggur hendi á þig, þá átt þú að ganga burt þegar í stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“