fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Óhugnanlegt myndband: Innbrotsþjófurinn fylgdist með parinu sofa

Jack og Jordan gleymdu að læsa – Innbrotsþjófurinn nýtti sér það

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 30. júlí 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack og Jordan munu væntanlega ekki gleyma því aftur.
Gleymdu að læsa Jack og Jordan munu væntanlega ekki gleyma því aftur.

Óhætt er að segja að Jordan Buranskas og Jack Mackercher hafi fyllst skelfingu þegar þau skoðuðu myndband úr eftirlitsmyndavél á heimili sínu í Chicago í Bandaríkjunum á dögunum.

Atvikið átti sér stað aðfaranótt mánudags en þau Jack og Jordan höfðu sofnað í sófanum yfir sjónvarpinu þegar innbrotsþjófur braust inn á heimili þeirra. Íbúð þeirra er í nokkurra hæða fjölbýlishúsi og virðist þjófurinn hafa komist inn í gegnum ólæstar dyr á svölum.

Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi stóð þjófurinn yfir þeim í drykklanga stund og virtist hann hafa verið að fylgjast með parinu – þó sjónvarpsþátturinn Mr. Robot í sjónvarpinu virðist einnig hafa vakið athygli hans. Hann stóð efst í stiganum í samtals fimmtán mínútur áður en hann hafði sig á brott.

Jordan og Jack höfðu ekki hugmynd um að maðurinn hefði brotist inn og hefðu að líkindum aldrei áttað sig á því ef ekki væri fyrir eftirlitsmyndavél sem þau nota til að fylgjast með tveimur hundum sem eru á heimilinu. Daginn eftir fann Jordan ekki veskið sitt og ákváðu þau að skoða upptökuna til að kanna hvort Jordan hefði verið með veskið með sér þegar hún kom heim fyrr um kvöldið. Það var þá sem þau sáu manninn. Jack taldi fyrst að maðurinn í stiganum væri Jordan.

„Ég spurði hana hvers vegna í ósköpunum hún hefði klætt sig í hvíta hettupeysu áður en við fórum að sofa. Þá svaraði hún að bragði að hún kannaðist ekki við það. Þá brá okkur svolítið,“ segir Jack.

Þau Jack og Jordan venja sig á að læsa dyrunum á svölunum en þetta kvöld segjast þau einfaldlega hafa gleymt því. Engu öðru en veski Jordan var stolið. Innbrotsþjófurinn er ófundinn þegar þetta er skrifað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd