fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Enginn Vestur-Íslendingur gegnt jafn valdamiklu embætti

Tom Thorlakson í stöðu ríkisstjóra Kaliforníu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 30. júlí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú í vikunni bar svo við að Vestur-Íslendingur gegndi stöðu ríkisstjóra Kaliforníu í Bandaríkjunum. Vestur-Íslendingar hafa áður gegnt ábyrgðarstöðum í Vesturheimi en líklegast hefur enginn gegnt eins valdamiklu embætti og embætti ríkisstjóra Kaliforníu er. Hagkerfi Kaliforníu er það stærsta í Bandaríkjunum, er álíka stórt og hagkerfi Frakklands, Englands og Indlands eftir því sem kemur fram í gögnum frá Alþjóðabankanum.

Maðurinn sem um ræðir heitir Thomas A. Torlakson, kallaður Tom Torlakson. Hann fæddist í San Francisco í júlí 1949. Hann hefur verið virkur í starfi Demókrataflokksins og sat í neðri deild ríkisþings Kaliforníu frá 1996 til 2000. Hann sat í öldungadeild ríkisþingsins frá 2000 til 2008 eða tvö kjörtímabil. Ekki er heimilt að sitja lengur í öldungadeildinni. Frá 2008 til 2010 sat hann aftur í neðri deildinni.

Frá 2011 hefur hann gegnt embætti State Superindent of Public Instruction. Þetta er einhvers konar embætti framkvæmdastjóra menntamála í ríkinu en Tom er æðsti yfirmaður menntamála í ríkinu. Staðan er í sjálfu sér ekki pólitísk þótt kosið sé í hana. Tom hefur lengi látið menntamál til sín taka í ríkinu enda er hann gamall kennari, kenndi raungreinar í skólum í og við San Francisco í sex ár á áttunda áratugnum. Hann lauk B.A. gráðu í sagnfræði frá University of California, Berkeley, kennsluréttindi skömmu síðar og M.A. gráðu í menntunarfræðum 1977.

Tom gegndi herþjónustu í kaupskipaflota bandaríska hersins frá 1967 til 1970 en þá stóð Víetnamstríðið sem hæst.

Hópur íslenskra innflytjenda fær sér kaffisopa.
Kaffi Hópur íslenskra innflytjenda fær sér kaffisopa.

Lýsti yfir neyðarástandi

Á mánudaginn var Tom settur til að gegna starfi ríkisstjóra Kaliforníu því ríkisstjórinn, Jerry Brown, tók þátt í landsfundi demókrata í Fíladelfíu. En ekki nóg með það, næstu sjö í röðinni að ríkisstjórastöðunni héldu einnig til fundarins. Því var röðin komin að Tom sem hæst setta kjörna embættismanninum sem er staddur í ríkinu. Stjórnarskrá Kaliforníu kveður á um að ríkisstjórinn missi völd sín um leið og hann fer út fyrir ríkismörkin og því þarf hann að fela öðrum völd sín á meðan.

Tom hefur verið virkur í starfi Demókrataflokksins og sat í neðri deild ríkisþings Kaliforníu frá 1996 til 2000.
Demókrati Tom hefur verið virkur í starfi Demókrataflokksins og sat í neðri deild ríkisþings Kaliforníu frá 1996 til 2000.

Skömmu eftir að Tom tók við sem starfandi ríkisstjóri kom að fyrsta verkefni hans en það var að lýsa yfir neyðarástandi vegna mikilla gróðurelda í Los Angeles og Monterey-sýslum eftir því sem L.A. Times segir.

Fimmtungur þjóðarinnar fór

Á árunum 1870–1914 fluttu um 20 þúsund Íslendingar, eða um fimmtungur þjóðarinnar, búferlum til Bandaríkjanna og Kanada og settust þar að. Þó svo að um 140 ár séu liðin frá því að Íslendingar hófu landnám í Norður-Ameríku þá eru núlifandi afkomendur þeirra sem fóru frá Íslandi mjög meðvitaðir um íslenskan uppruna sinn.

Íslenskir bændur þóttu ágætir veiðimenn.
Veiðimenn Íslenskir bændur þóttu ágætir veiðimenn.

Hungur og kuldi surfu að fyrsta vetur vesturfaranna og veiði gekk illa. Margir lifðu ekki þennan fyrsta vetur af og í þeim hópi voru mörg börn. En þau sem lifðu stofnuðu skóla, kirkju, gáfu út blöð, héldu úti skemmtanalífi og héldu áfram að berjast.

Fyrstu „Þorlákarnir“ sem fóru vestur um haf voru Þorlákur Gunnar Jónsson, sem fæddur var 24 ágúst 1824 á Kolfreyjustöðum en hann lést í Kanada árið 1916. Hann fór til Vesturheims árið 1873 frá Sigurðarstöðum, Ljósavatnshreppi, S-Þing. Sonur hans var Níels Steingrímur Þorláksson sem var fyrsti íslenskri presturinn í Minnesótafylki en flutti fimm árum síðar til Dakótafylkis. Þar var hann prestur til ársins 1900. Hann flutti síðar í Íslendingabyggðina SELKIRK og starfaði þar til dauðadags en hann lést árið 1943. Afkomendur þessa fólks eru fjölmargir en ætla má að enginn Thorlákson hafi gegnt jafn ábyrgðarfullu embætti vestan hafs og Tom Thorlaksson gerði nú í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“