fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

9 myrtir í München í gær: Morðinginn var 18 ára af þýsk-írönskum ættum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. júlí 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

18 ára karlmaður af þýsk-írönskum ættum skaut níu manns til bana við Olympia verslunarmiðstöðina í München í Þýskalandi í gær. Sextán særðust, þar af eru þrír í lífshættu. Morðinginn skaut sig til bana þegar lögreglumenn nálguðust hann og hófu að skjóta á hann. Ekki er vitað af hverju maðurinn skaut fólkið til bana en lögreglan reynir nú að komast að því og hefur meðal annars gert húsleit á heimili hans.

Víða hafði verið flaggað í hálfa stöng.
Flaggað í hálfa. Víða hafði verið flaggað í hálfa stöng.

Mynd: EPA

Svona var atburðarrás gærdagsins:

Klukkan 17.52 fékk lögreglan fyrstu tilkynningarnar um skothríð nærri Olympia verslunarmiðstöðinni. Lögreglan segir að skothríðin hafi hafist við inngang að McDonald‘s skyndibitastað sem er við innganginn að verslunarmiðstöðinni.
Það fylgir tilkynningunum að þrír menn, vopnaðir skotvopnum, séu að verki. Lögreglan telur því að um fleiri en einn árásarmann sé að ræða.
Klukkan 19.30 var aðallestarstöðin í borginni rýmd og allar lestarsamgöngur stöðvaðar. Eftir því sem leið á kvöldið var borginni næstum því lokað fyrir allri umferð. Meðal annars var öll umferð neðanjarðarlesta stöðvuð sem og umferð á hraðbrautum við borgina.
Klukkan 19.47 birti lögreglan færslu á Twitter þar sem sagði að hún vissi hvar árásarmennirnir væru núna og var fólk beðið um að fara varlega og halda sig fjarri opinberum stöðum.
Klukkan 20.05 er Thomas de Maiziére, innanríkisráðherra Þýskalands, tilkynnt um málið en hann var þá um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna í frí. Hann ákvað að halda strax heim á leið vegna málsins.
Klukkan 20.13 leitar lögreglan í verslunarmiðstöðinni en grunur lék á að árásarmaðurinn eða árásarmennirnir væru þar inni.
Klukkan 20.18 rýmdi lögreglan svæði í miðborginni eftir að hafa fengið ábendingu um að hugsanlega væri árásarmaður þar. Leit bar ekki árangur.

Mynd: EPA

Klukkan 20.43 segir talsmaður lögreglunnar að um hryðjuverkaástand sé að ræða.
Klukkan 20.45 eru liðsmenn sérsveita lögreglunnar víða að úr Þýskalandi sendir með þyrlum til borgarinnar.
Klukkan 20.50 eru læknar og hjúkrunarfræðingar á frívöktum kallaðir til starfa á sjúkrahúsum borgarinnar.
Klukkan 21.06 kemur fram að lögreglumenn frá nærliggjandi fylkjum og Austurríki hafi verið kallaðir til aðstoðar.
Klukkan 21.45 er búið að rýma Olympia verslunarmiðstöðina en lögreglan hafði með aðstoð gjallarhorna fengið starfsfólk og gesti til að koma út með hendur yfir höfðum.
Klukkan 22.27 tilkynnir lögreglan á Twitter að átta séu látnir.
Klukkan 22.35 upplýsir lögreglan að níunda líkið hafi fundist og að það geti verið af árásarmanni.
Klukkan 23.30 ákveður lögreglan að láta vélmenni rannsaka lík hins grunaða árásarmanns en við hlið þess lá bakpoki og var óttast að sprengiefni væri í honum.
Klukkan 01.27 sjást fyrstu merki þess að lífið í borginni sé að fara aftur í fyrra horf en þá hófust almenningssamgöngur á nýjan leik.
Klukkan 01.42 segir lögreglan á Twitter að líklegast hafi það verið lík árásarmannsins sem fannst fyrr um kvöldið og að hann hafi líklegast verið einn að verki.
Klukkan 02.20 sagði lögreglustjóri borgarinnar á fréttamannafundi að árásarmaðurinn hafi verið 18 ára karlmaður af þýsk-írönskum uppruna. Hann sagði einnig að níu hefðu látist auk árásarmannsins og að sextán hafi særst, þar af séu þrír í lífshættu.

Sky-fréttastofan segir að lík árásarmannsins hafi fundist um tveimur og hálfri klukkustund eftir að hann byrjaði að skjóta á fólk. Kennsl voru borin á líkið með aðstoð vitna og upptaka úr eftirlitsmyndavélum. Líkið fannst í hliðargötu, ekki fjarri verslunarmiðstöðinni.

Árásarmaðurinn hafði ekki komið sögu lögreglunnar áður. Lögreglan gerði húsleit á heimili hans í nótt og faðir hans hefur verið í yfirheyrslu.

Getgátur hafa verið uppi um ástæður morðanna og hefur bæði verið nefnt að hugsanlega hafi maðurinn verið hægriöfgamaður eða öfgasinnaður íslamisti.
Nokkur vitni segja að hann hafi öskrað útlendingafjandsamleg ummæli áður en hann hóf að skjóta á fólk við McDonald‘s skyndibitastað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd