fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Fyrsta íslenska lánatorgið opnaði í dag

Jafningjalán Aktiva auðveldar neytendum að fá lánað

Kristín Clausen
Föstudaginn 1. júlí 2016 17:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun opnaði Aktiva (www.aktiva.is) lánatorg á netinu sem tengir saman lántakendur og lánveitendur með einföldum hætti. Lánatorgið er byggt á svokölluðum jafningja lánveitingum (peer to peer lending) en slík lánatorg eru þekkt úti í heimi og njóta vaxandi vinsælda. Aktiva er byggt á slíkum erlendum fyrirmyndum.

Fljótlegt og einfalt

„Ferlið hjá Aktiva er algjörlega gagnsætt og þurfa þeir sem sækja um lán að veita samþykki fyrir því að lánshæfismat þeirra hjá Creditinfo verði kannað. Því betra sem lánshæfismatið er því betri eru vextir lánsins og má því segja að þannig sé verðlagningin sanngjarnari en áður hefur þekkst í lánamálum hér á landi. Til að byrja með verður möguleiki að fá lán frá kr. 100.000,- og upp í kr. 500.000,-, en sú upphæð sem fæst að láni hverju sinni er háð lánshæfismati umsækjandans. Það er fljótlegt og einfalt fyrir lántakendur að sjá hversu hátt lán þeir geta fengið inni á www.aktiva.is og til þess þarf rafræn skilríki á farsíma. “, segir Andri Úlfarsson, framkvæmdastjóri Aktiva.

Með Aktiva veita lánveitendur sjálfir lánið til lántakenda og fá peninginn til baka ásamt vöxtum og eru þar með bankar teknir út sem milliliðir. Hlutverk Aktiva er að hafa umsjón með lánatorginu þar sem umsóknir lántakenda eru gerðar og lánveitendur ákveða hvaða lán þeir hafa áhuga á að fjármagna.

Tekur innan við einn sólarhring að fá lánið

„Eftir að umsókn um lán hefur verið fjármögnuð fær lántakandi lánsupphæðina greidda inn á bankareikninginn sinn og gangi allt eftir ætti það öllu jafna að gerast innan sólarhrings. Allir sem nýta sér lánatorgið njóta nafnleyndar og sjáum við hjá Aktiva um að innheimta endurgreiðslu frá lántakendum og koma henni til lánveitenda. Við erum þægilegur milliliður í ferlinu því lánatorgið gerir neytendum kleift að fá lánað án þess að fara í útibú og óska þar eftir láni. Allt er þetta gert á netinu og í takt við þær breytingar sem við höfum verið að sjá tengt fjármálaþjónustu hér heima og erlendis undanfarin misseri,“ segir Andri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði