fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Aftengdu dælurnar og stálu þúsundum lítra af olíu

Tveir menn sakfelldir fyrir stórfelldan þjófnað á eldsneyti frá Atlantsolíu

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. júní 2016 18:00

Tveir menn sakfelldir fyrir stórfelldan þjófnað á eldsneyti frá Atlantsolíu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt tvo karlmenn fyrir stórfelldan þjófnað á eldsneyti frá Atlantsolíu. Annar mannanna var dæmdur í níu mánaða fangelsi og eru sex mánuðir dómsins skilorðsbundnir. Hinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi og eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir.

Sá sem hlaut þyngri dóminn var ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 20. júní 2013 til 5. mars 2014 stolið eldsneyti í alls 33 tilvikum fyrir um 385 þúsund krónur frá sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu við Búðarkór í Kópavogi. Opnaði maðurinn læst hólf á eldsneytisdælu með lykli sem hann hafði haft undir höndum frá því að hann vann á tæknideild félagsins.

Aftengdi maðurinn svokallaðan eldsneytisteljara fyrir dæluna en að því loknu notaði hann greiðslukort í sjálfsala og greiddi lága fjárhæð til félagsins, eða þúsund krónur. Komst maðurinn þar með yfir margfalt meira eldsneyti en hann hafði greitt fyrir í hvert og eitt sinn. Í kjölfarið setti hann eldsneyti á bifreiðar í sinni eigu og annarra og eftir atvikum á eldsneytisbrúsa.

Báðir voru mennirnir svo í sameiningu ákærðir fyrir að hafa á tímabilinu 16. maí 2013 til 10. mars 2014 stolið eldsneyti í alls 68 tilvikum fyrir rúmar fimm milljónir. Maðurinn notaði sömu aðferð við þjófnaðinn en í þessum tilvikum stálu mennirnir miklu magni, stundum yfir 400 lítrum í einu, sem þeir dældu á tunnur.

Í heildina var um að ræða þjófnað á rúmlega tuttugu þúsund lítrum af eldsneyti. Sá sem hlaut vægari dóminn lagði til sendibifreið og sá þannig um flutning á tunnum og brúsum á vettvang.

Mennirnir játuðu báðir sök fyrir dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd