fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ætla sér að stöðva laxeldi Gunnvarar

– Veiðifélög óttast áhrif sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi og bíða niðurstöðu skipulagsyfirvalda

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. júní 2016 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef skipulagsyfirvöld leyfa þetta laxeldi þá munum við skoða allar lagalegar leiðir til að fá það stöðvað. Það er alveg klárt,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, um áform Hraðfrystihússins Gunnvarar (HG) um framleiðslu á 6.800 tonnum af laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi.

„Þetta er prófmál um hvort þær umhverfisreglur sem gilda í landinu verndi svona litlar ár eins eru þarna í djúpinu. Eða er það virkilega þannig að leyfilegt sé að ógna slíku lífríki,“ segir Jón.

Jón Helgi Björnsson segir sjókvíaeldið koma til með að hafa áhrif á fjórar litlar ár í Ísafjarðardjúpi.
Formaður LV Jón Helgi Björnsson segir sjókvíaeldið koma til með að hafa áhrif á fjórar litlar ár í Ísafjarðardjúpi.

Samþykkti tillöguna

Skipulagsstofnun samþykkti í apríl síðastliðnum tillögu Háafells ehf., dótturfélags Gunnvarar, um matsáætlun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldisins. Féllst stofnunin á tillöguna með athugasemdum eins og þeim að útgerðarfyrirtækið þurfi í frummatsskýrslu til hennar að lýsa ítarlega þeirri viðbragðsáætlun sem fylgt verður ef eldislax sleppur frá fyrirtækinu. Einnig hvernig verja eigi að hann gangi upp í ár sem renna í Ísafjarðardjúp. Skýrslan er ekki tilbúin en Landssamband veiðifélaga sendi í desember frá sér fréttatilkynningu þar sem hótað var að leita til dómstóla vegna laxeldisáformanna. Jón Helgi segir sambandið enn bíða niðurstöðu yfirvalda.

„Málið er í bið hvað það varðar en við teljum af og frá að það sé löglegt að hefja þarna eldi á ógeldum löxum. Við teljum að það að setja upp eldi á þessum stað gangi í bága við fleiri en ein lög. Það eru þarna fjórar litlar ár sem eru með um 150–350 laxa meðalveiði. Ef menn setja þarna eldi með 2,6 milljónir fiska á hverjum degi verður það umfang sem þessi stofn mun ekki þola vegna erfðamengunar og lúsamengunar sem fylgir svona eldi. Við ætlum því að hinkra og sjá hver niðurstaða yfirvalda verður,“ segir Jón.

Farið að lögum

Hraðfrystihúsið ætlar sér að nota kynbættan eldisfisk, upprunninn frá Noregi, og áformar að eldi hefjist á næsta ári. Fyrirtækið hefur rekið eldi á þorski og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi en horfir nú til laxeldis „til að auka arðsemi fiskeldisstarfseminnar“. Í tilkynningu LV fullyrti sambandið að útgerðarfyrirtækið væri að skjóta sér undan mögulegri skaðabótaskyldu með því að skrá rekstur verkefnisins undir dótturfélaginu Háafelli. Í tilkynningu sem birtist á vef Gunnvarar í desember segir að fyrirtækið hafi í öllu umsóknarferlinu farið að lögum og að í lögum um fiskeldi séu gerðar kröfur um eigin fjármögnun eldisaðila. Þar gildi sömu reglur um Gunnvöru og Háafell.

„Þar sem Gunnvör, sem er gríðarlega fjárhagssterkt félag, setti fiskeldið í sér félag og takmarkast þar með ábyrgðin við hlutafé dótturfélagsins. Við erum að benda á þá staðreynd að það sé því ekki það afl á bak við hugsanlegar bótakröfur vegna umhverfisvandamála eins og var þegar félagið var með þetta sjálft á höndum,“ segir Jón Helgi. Forsvarsmenn Hraðfrystihússins Gunnvarar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Vísuðu þeir í áðurnefnda tilkynningu á vef útgerðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar