fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Foreldrarnir hafa fengið líflátshótanir

Sonurinn, Isaiah, féll ofan í górillugryfju í dýragarðinum í Cincinnati í Bandaríkjunum

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. maí 2016 20:44

Sonurinn, Isaiah, féll ofan í górillugryfju í dýragarðinum í Cincinnati í Bandaríkjunum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar unga drengsins sem féll ofan í górillugryfju í dýragarðinum í Cincinnati í Ohio-ríki í Bandaríkjunum um helgina hafa fengið líflátshótanir vegna málsins. Starfsmenn dýragarðsins skutu silfurbaksgórilluna Harambe til dauða eftir að górillan kom auga á drenginn.

Málið hefur vakið mikla athygli og hafa sumir gagnrýnt starfsmenn dýragarðsins fyrir það hvernig þeir brugðust við. Á myndbandsupptökum má sjá Harambe nálgast unga drenginn, Isaiah, og draga hann á eftir sér. Á það hefur verið bent að Harambe hafi reynt að vernda drenginn og fælst vegna öskra frá fólki sem fylgdist með atvikinu.

Foreldrar Isaiah, Michelle Gregg og Deonne Dickerson, hafa einnig verið gagnrýnd harðlega vegna málsins og þeim verið kennt um hvernig fór. Hafa fjölmargir notendur Twitter ausið úr skálum reiði sinnar og sagt að réttast hefði verið að skjóta foreldrana en ekki górilluna.

Michelle og Deonne eiga fjögur börn saman og eiga þau yfir höfði sér ákæru vegna atviksins. Fjölmiðlar vestanhafs hafa setið fyrir þeim við heimili þeirra í Ohio, en Michelle og Deonne munu hafa hafnað háu tilboði frá ónefndri sjónvarpsstöð um viðtal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi