fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Ofurbakteríur eru raunveruleg ógn: Sýklalyf gætu orðið gagnslaus

Ný tegund greindist í Bandaríkjunum fyrir skemmstu

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 29. maí 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum eru uggandi eftir að ofurbaktería sem er ónæm fyrir öllum tegundum sýklalyfja greindist í sjúklingi í Pennsylvaníu-ríki á dögunum.

„Hættan á heimi þar sem sýklalyf heyra sögunni til er fyrir hendi,“ segir Thomas Frieden, yfirmaður Miðstöðvar sjúkdómaeftirlits og sjúkdómavarna (CDC) í Bandaríkjunum.

Sjúklingurinn sem um ræðir er 49 ára kona. Bakterían fannst í þvagrás konunnar, en ekki liggur fyrir hvernig konan sýktist. Hún hafði ekki ferðast í fimm mánuði og virðist hafa fengið bakteríuna í Bandaríkjunum. Aldrei áður hefur þessi tegund bakteríu greinst í sjúklingi í Bandaríkjunum.

Hingað til hafa ákveðnar tegundir sýklalyfja dugað gegn fjölónæmum bakteríum en í tilfelli konunnar hafi ekkert dugað, ekki einu sinni Colistin sem aðeins er notast í ýtrustu neyð. Reuters fjallaði um mál konunnar í gær, en ekki liggur fyrir hvert ástand hennar er.

Í skýrslu um málið sem birt var í gær kemur fram að fylgjast þurfi vel með þessari tegund baktería. „Okkur stafar raunveruleg hætta af þessu og drögum þá ályktun að bakterían geti dreifst, til dæmis á sjúkrahúsum,“ segur Dr. Gail Cassell örverufræðingur við Reuters. Gail tekur fram að lítið sé vitað um bakteríuna, hvernig hún dreifir sér þar sem ekki liggur fyrir hvernig konan sýktist.

Aðeins er vika síðan greint var frá nýrri svartri skýrslu um hættuna sem mannkyni stafar af ofurbakteríum. Samkvæmt henni munu ofurbakteríur verða einhverjum að bana á þriggja sekúndna fresti að meðaltali árið 2050 ef ekkert verður gert. Frá miðju ári 2014 hefur ein milljón manna látið lífið af völdum ofurbaktería.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd