fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Nýtt flugfélag tekur til starfa í sumar

Markmiðið að lækka verð á flugfargjöldum

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 25. maí 2016 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar stendur til að endurvekja Flugfélag Austurlands. Eitt af markmiðum þeirra er standa að baki félaginu er að geta boðið íþróttaliðum ódýrari flugferðir frá Austurlandi.

Ýmislegt hefur breyst síðan félagið var lagt niður. Gamla Flugfélag Austurlands sinnti um árabil flugferðum innan fjórðungs og einnig sjúkraflugi. Í dag er útsýnisflug með ferðamenn ný tekjulind. Félagið sem nú hefur verið stofnað heitir líka Flugfélag Austurlands en er ekki tengt gamla félaginu. Að því stendur flugstjórinn Kári Kárason, sem er jafnframt framkvæmdarstjóri félagsins og bræður hans tveir.

Í samtali við RÚV segist Kári telja að með lítilli yfirbyggingu og smærri vélum sé hægt að lækka verð. Nú þegar er búið að tryggja fjármagn til kaupa á sex sæta vél en draumurinn er að kaupa 9 sæta skrúfþotu.

Kári gerir ráð fyrir því að ráða tvo flugmenn til starfa til að byrja með:

„Útsýnisflugi á Austurlandi hefur ekki verið sinnt af neinu viti. Það er útsýnisflug í flestum öðrum fjórðungum nema austanlands. En svo er það bara þannig að þegar menn eru komnir með flugrekstrarleyfi, sem er töluvert mál að ná sér í, þá opnast ýmsir aðrir möguleikar og við erum aðallega að hugsa um leiguflug og hugsanlega áætlunarflug síðar meir á milli smærri staða frá Austurlandi. Við viljum berjast fyrir því að halda sem flestum flugvöllum opnum á Austurlandi í stað þess að láta þetta grotna niður og verða að ekki neinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd