fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Costco mun opna í nóvember

„Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 24. maí 2016 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski smásölurisinn Costco mun opna hér á landi í nóvember, ef allt gengur að óskum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í byrjun júní.

Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar að Skipulagsstofnun hefði samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir svæðið, en verslunin mun rísa við Kauptúnið í Garðabæ, steinsnar frá Ikea. Húsnæðið verður allt að 14 þúsund fermetrar að stærð, og þá hyggst Costco einnig opna bensínstöð við verslunina. Segir Gunnar að búið sé að veita leyfi fyrir bensíndælu frá Toyota en frágangurinn sé með þeim hætti að engin hætta sé á mengun.

Þá segist hann ekki hafa fundið fyrir titringi frá íslenskum samkeppnisaðilum og þá gerir hann ráð fyrir að opnunin muni bæði skapa störf og færa líf á þetta svæði, Kauptúnið. „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði. Það er það sem þessir ágætu aðilar hafa boðað. Það er það sem mér finnst ánægjuefnið í þessu.“

Costco er þriðja stærsta smásölukeðja í heimi en í verslunum fyrirtækisins er mikið vöruúrval, allt frá matvöru yfir í raftæki, dekk og bensín. Þrátt fyrir fjölbreytt vöruúrval er hins vegar ekki boðið upp á fjöbreytt úrval vörumerkja í hverjum vöruflokki, en það er til þess að forðast verðsamanburð. Til dæmis er aðeins hægt að kaupa eina tegund af tómatsósu í Costco.

Vöruverð í Costco er almennt lægra en í öðrum verslunum en þeir selja meira magn í einu, og gegn því að kaupendur séu í viðskiptamannaklúbbi. Verslanir Costco eru aðeins opnar meðlimum og býður upp á þrjár tegundir aðildar; fyrir einstaklinga, fyrirtæki og svo úrvalsaðild. Á meðan meðlimum er velkomið að taka með sér gesti þá geta aðeins þeir sjálfir borgað fyrir vörurnar.

Líkt og fram kom í grein Pressunnar árið 2014 er Ísland þriðja Evrópulandið sem Costco hefur innreið sína í en dag má finna verslanir í Kanada, Mexíkó, Bretlandi, Japan, Suður Kóreu, Púertó Ríkó, Taíwan, Ástralíu og á Spáni og eru verslanir tæplega sex hundruð talsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur