fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Nýi forstjórajeppinn kostaði 9,7 milljónir

Áhersla á þægindi og öryggi í vetrarakstri – Svona jeppa vildi Byggðastofnun

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. maí 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr Toyota Land Cruiser 150 GX-jeppi, sem keyptur var fyrir forstjóra Byggðastofnunar á dögunum, kostaði 9.775.000 krónur. Eftir örútboð ríkisstofnunarinnar vegna bifreiðakaupanna var tilboði TK Bíla, eða Toyota umboðsins á Íslandi, tekið. Eins og fram kom í DV á miðvikudag var nýi jeppinn keyptur til að leysa af hólmi jeppa sömu tegundar sem keyptur var fyrir forstjórann í febrúar 2012. Sá gamli var ekinn rúma 136 þúsund kílómetra. Forstjóri Byggðastofnunar, Aðalsteinn Þorsteinsson, er einn þeirra forsvarsmanna ríkisstofnana sem hafa bifreiðar til afnota samkvæmt ráðningarsamningi.

Þægindi og öryggi

Í útboðslýsingu örútboðsins vegna kaupa á nýja jeppanum er útlistað hvernig jeppa stofnunin vildi fá tilboð í.
Þar er einmitt tiltekið sérstaklega að bifreiðin þurfi að vera jeppi og að áætlaður akstur á ári sé 40 þúsund kílómetrar.
Tekið er fram að jeppinn verði notaður í vinnuferðir forstjórans um allt land á öllum árstímum. „Því er lögð sérstök áhersla á þægindi og öryggi í vetrarakstri.“

Þetta rímar við það sem Herdís Á. Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, sagði í samtali við DV í síðasta blaði. Lögð væri áhersla á að endurnýja bíla stofnunarinnar því bæði forstjórinn og starfsmenn þurfi að vera mikið á ferðinni allan ársins hring um allt land og séu mikið keyrðir.

Svona átti jeppinn að vera

Engin sérstök krafa er gerð um afl, tog eða hestöfl vélar í útboðslýsingunni en aðrir tæknilegir eiginleikar og útbúnaður tilteknir.

Þannig þurfti vélarstærð jeppans að vera að hámarki 2,8 lítra dísilvél. Jeppinn þurfti að vera sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn með hátt og lágt drif og lágmarkshæð undir honum 22 sentímetrar. Hann þurfti að vera búinn spólvörn, sjálfvirkri miðstöð, „cruise control“, leiðsögukerfi, handfrjálsum Bluetooth-búnaði fyrir síma, Bluetooth fyrir tónlist, með hita í sætum, tauáklæðum og annaðhvort perluhvítur að lit eða silfurlitaður.

Hálf milljón í afslátt

Tilboð Toyota í Kauptúni uppfyllti öll þessi skilyrði og varð perluhvítur jeppi fyrir valinu. Tilboð bílaumboðsins hljóðaði, sem fyrr segir, upp á 9.775 þúsund krónur.

Líkt og fram kom í DV á miðvikudag kosta sjálfskiptir Land Cruiser 150 GX-jeppar með 2,8 lítra dísilvél rétt tæpar 10,3 milljónir króna án aukahluta. Ef miðað er við það verð er ljóst að Byggðastofnun, í gegnum örútboð og afsláttarkjör Ríkiskaupa, fékk um 500 þúsund króna afslátt af listaverði forstjórajeppans.

Líkt og DV greindi frá á miðvikudag reyna Ríkiskaup nú að selja gamla Land Cruiser-jeppa forstjóra Byggðastofnunar á vefnum Bílauppboð upp í kaupverðið á þeim nýja. Hæsta boð sem borist hefur í gamla jeppann á uppboðinu er 4,1 milljón króna en lágmarksverði er ekki náð.

Ríkistoppar fá nýja bíla

DV greindi nýlega frá því að framkvæmdastjóri ríkisstofnunarinnar Viðlagatrygging Íslands (VTÍ) hefði fengið nýjan Mercedes-Benz GLC-jeppling til afnota, sem hluta af starfskjörum hans. Sá jepplingur kostaði tæpar 7 milljónir króna en um var að ræða ríflega 9 milljóna króna bíl. Í tilfelli VTÍ var verið að endurnýja tæplega fjögurra ára Volkswagen Tiguan R Line-jeppling sem ekinn er 85 þúsund kílómetra. Hann hefur eftir því sem DV kemst næst, ekki enn selst þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til uppboðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum