fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ísland ekki útópía hinsegin-fólks

Dregst aftur úr nágrannalöndum – Löggjöfin langt að baki samfélagsins

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. maí 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland hefur dregist umtalsvert aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar lagasetningu sem tryggir að hinsegin fólk njóti sömu réttinda og aðrir þegnar landsins.

Þetta kemur fram í árlegri skýrslu frá ILGA-Europe, Evrópudeild alþjóðasamtaka homma, lesbía, tvíkynhneigðra, transfólks og intersexfólks, kemur fram að Ísland er nú í 14. sæti hvað varðar þegar kemur að lagalegum réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Þetta kemur fram í frétt á vefnum Gay Iceland. ILGA-Europe gefur út svokallað regnbogakort, sem sýnir á myndrænan hátt hversu vel ríkin uppfylla skylirði um jöfnuð. Ísland uppfyllir 59% skilyrðanna, en á toppnum trónir Malta með 88%. Samtökin ’78 sendu frá sér yfirlýsingu um málið þar sem íslensk stjórnvöld eru meðal annars hvött til að taka Möltu sér til fyrirmyndar.

Við getum því ekki státað okkur af því að Ísland sé fyrirmynd annarra ríkja í réttindamálum hinsegin fólks.

Ritari Samtakanna '78 og formaður Intersex Íslands.
Kitty Anderson Ritari Samtakanna '78 og formaður Intersex Íslands.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

„Ísland hefur verið að skora of hátt á listanum undanfarin ár,“ segir Kitty Anderson, ritari Samtakanna ‘78 og formaður Intersex Íslands í viðtali við Gay Iceland. „Þar til í ár var gert ráð fyrir því að Ísland væri eitt þeirra landa þar sem ólöglegt er að reka fólk úr vinnu fyrir að vera hinsegin. En þegar lögfræðingar fóru að skoða málið nánar, kom í ljós að slík lög eru ekki til á Íslandi. Þessi misskilningur er kominn til vegna þess að Ísland er eitt þeirra landa þar sem samfélagið samþykkir hinsegin fólk að langmestu leyti, og enginn mundi láta sér detta í hug að það væri löglegt að reka einhvern úr vinnu fyrir kynhneigð sína. Það sýnir að samfélagið stendur framar löggjafanum.“

Ísland er víða álitið gósenland hinsegin fólks. Kitty er sammála því upp að vissu marki. „Hinsegin ferðamenn sem koma hingað þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að vera neitað um þjónustu á hótelum eða veitingastöðum, eða að ráðist verði á þá á götu. Stór hluti hinsegin fólks hér hefur meiri réttindi en gerist í öðrum heimshlutum. Á hinn bóginn eru ekki öll lagalegu atriðin uppfyllt sem tryggja lagalega vernd. Við erum ekki til fyrirmyndar fyrir neinn í þeim efnum. Mörg Evrópulönd standa framar okkur í lagasetningu sem varðar hinsegin fólk, og öll Norðurlöndin eru komin langt framúr okkur. Við stöndum okkur verst, og það sættum við okkur ekki við.“

Við gerð regnbogakortsins eru fjölmargir þættir samfélags og lagaumhverfis skoðaðir. Meðal þeirra eru:

Stjórnarskrá
Menntun
Jafnréttislög
Hjúskaparlög
Ættleiðingar
Lög gegn hatursglæpum og hatursorðræðu
Aðgerðir á intersex fólki
Nafnalög
Málefni hinsegin hælisleitenda

Listann allan og ýmsar tölfræðilegar upplýsingar má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum