fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Mikil harmur þegar Eðvarð Örn, ungur fjölskyldumaður lést: Safnað fyrir ungar dætur og sambýliskonu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 13. maí 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur sjómaður, Eðvarð Örn Kristinsson, fannst látinn eftir að bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík þann 11. maí. Hann var skipstjóri og stýrimaður frá Súðavík. Hann skilur eftir sig eiginkonu og tvær ungar dætur, 10 ára og 4 ára. Erfiðir tímar eru framundan hjá fjölskyldunni; eiginkonu Eðvarðs og dætrum hans

Eðvarð var einn um borð þegar bát hans hvolfdi, 20 mílum út frá Aðalvík. Umfangsmikil leit hófst um hálf 9 leytið á miðvikudagsmorguninn og fannst báturinn um einni og hálfri klukkustund síðar. Margir minnast hins unga sjómanns og hefur nú verið hrundið af stað söfnun til að styðja við móðurina á þessum erfiðu tímum.

Viktoria Guðbjartsdóttir ásamt öðrum sjómannskonum standa fyrir söfnuninni. Viktoría segir:

„Fjárhæðin skiptir ekki öllu heldur margt smátt gerir eitt stórt, erfitt að gefa bara peninga í svona aðstæðum en að sýna samkennd, samúð og samhug í verki gefur eflaust mikið og peningar létta undir.“

Viktoria segir að Eðvarð eða Eddi eins og hann var gjarnan kallaður hafi verið mikill fjölskyldumaður. Erfiðir tímar eru framundan hjá móðurinni og hinum ungu dætrum.

„Eddi heitinn var á sjó hjá okkur á Gunnbirni Ís 302. Eitt skiptið fór ég að taka á móti bátnum og þá kom hann í land og dóttir hans með, ætli hún hafi ekki verið um 6 ára gömul. Ég bráðnaði, fannst þetta svo flott að hún fengi að fara með í túr á svona bát með pabba sínum, eitthvað sem að mig hefði alltaf langað. Hann var greinilega mikill fjölskyldumaður og dóttir hann á eflaust rosalega dýrmæta ævintýralega minningu með pabba sínum.“

Reikningurinn er á nafni Viktoríu í Landsbankanum á Ísafirði.

„Kæru sjómannsfrúr Íslands. Hérna er reikningurinn“

0156-05-060120 Kt: 040392-3789

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar