fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Píratar og Sjálfstæðisflokkur eru stærstir: Vinstri grænir sækja í sig veðrið

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 6. maí 2016 07:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar og Sjálfstæðisflokkur eru stærstu flokkar landsins og myndu tæp 32 prósent kjósa Píirata en 29,9 prósent Sjálfstæðisflokk. Þetta er samkvæmt niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísi.

Vinstri grænir virðast vera í mikilli sókn, en samkvæmt könnuninni myndu tæp fjórtán prósent kjósa flokkinn. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn mælast með um átta prósenta fylgi hvor flokkur og Björt framtíð fjögurra prósenta.

Ef niðurstaðan yrði þessi fengju Píratar 22 þingmenn kjörna og Sjálfstæðisflokkur 21 þingmann. Vinstri grænir fengju 9 þingmenn, Samfylkingin fengi 6 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fimm.

Grétar Þór Eyþórsson, prófessur í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir við Fréttablaðið að greinilegt sé að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir séu að sækja í sig veðrið. Hans kenning er sú að Vinstri grænir séu að taka fylgi frá Pírötum, en fylgi við þá hefur lækkað nokkuð að undanförnu. Þó segir Grétar að fylgi Pírata sé enn mikið og engar vísbendingar séu um að þeir séu að hrynja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum