fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Opnuðu Kauphöll fyrir Auroracoin í dag

Kauphöllin ISX býður notendum upp á að skipta út íslenskum krónum fyrir Auroracoin

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. maí 2016 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auraráð, samtök áhugamanna um Auroracoin á Íslandi opnaði í dag markað fyrir skipti á íslenskum krónum og Auroracoin. Um er að ræða Kauphöllina ISX.

Á vefsvæði Kauphallarinnar er hægt að millifæra Auroracoin inn og út af íslenskum bankareikningum. Hópur fólks sem tók yfir Auroracoin af huldumanninum sem hannaði myntina hefur staðið að þróun Kauphallarinnar. Enn fremur er greint frá því á vefsíðunni að þetta sé í fyrsta skipti þar sem boðið er upp á að skipta út rafmynt fyrir íslenskar krónur.

Viðskiptablaðið greindi frá því í gær í viðtali við Pétur Árnason, stjórnarformaður Auraráðs, að auðvelt væri að kaupa Auroracoin. Að hans sögn þurfi aðeins að skrá sig inn á svæðið, sem hægt sé að gera með Íslykli frá Þjóðskrá. Svo þegar það þurfi að millifæra, skuli setja inn tilvísunarnúmer og millifæra á uppgefinn bankareikning.

Kauphöllin er á vefslóðinni isx.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð