fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Vill að barnlausar konur fái líka fæðingarorlof

Hefur vakið hörð viðbrögð með nýrri bók sem líkir fæðingarorlofi við lúxusfrí

Auður Ösp
Þriðjudaginn 3. maí 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin bandaríska Meghann Foye hefur skapað heitar umræður að undanförnu með bók sinni „Meternity“. Byggir hún á þeirri hugmynd að barnlausir einstaklingar, og þá sérstaklega konur, eigi jafnmikinn rétt á launuðu orlofi frá vinnu og foreldrar sem fara í fæðingarorlof. Ummæli Meghann, sem líkir fæðingarorlofi við lúxusfrí hafa verið afar illa í marga, og þá sérstaklega nýbakaðar mæður.

Umrædd bók er byggð á lífi Meghann og segir frá konu á fertugsaldri sem ákveður að þykjast vera ólétt til þess að geta tekið sér frí frá vinnu til að slaka á og finna út hvað hún vilji gera við líf sitt. Í samtali við New York Post lýsir Meghann því hvernig hún upplifði mismunun á vinnustað sínum þegar hún starfaði sem einn af ritstjórum þekkts tímarits. Klukkan sex fór allt starfsfólkið sem átti börn heim og á meðan var ætlast til þess að barnlausa starfsfólkið sæti áfram og kláraði þá vinnu sem væri eftir.

Þá segist hún hafa fylgst með samstarfskonum sínum og vinkonum fara í fæðingarorlof og fyllst öfund útí þær. Þær hafi komið til baka eftir að hafa haft nægan tíma til að dekra við sig og hugsa um hvað þær vildu gera í lífinu, og sumar þeirra hafi jafnvel ákveðið að skipta um starfsvettvang í kjölfarið og uppgvötvað ný áhugamál.

Segir Meghann að rétt eins og foreldrar, þá eigi barnlausir einstaklingar líka rétt á því að fá orlof frá vinnu til að huga að sjálfum sér, og hugsa um aðra hluti en vinnuna. Það eigi ekki síst við um konur, enda eigi þær sérstaklega erfitt með að setja sig í fyrsta sæti. Sjálf hafi hún tekið sér slíkt „frí“ í eitt og hálft ár og komið til baka, sjálfsöruggari og með nýja sýn á lífið.

Bók Meghann og þau ummæli sem hún hefur látið hafa eftir sér í viðtölum við bandaríska miðla hafa vakið upp hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og á þá sérstaklega meðal mæðra sem mótmæla því harðlega að fæðingarorlofi sé líkt við frí, enda sé um að ræða tímabil þar sem viðkomandi móðir einbeitir sér að því að jafna sig andlega og líkamlega eftir barnsburð, auk þess að sinna hinu nýfædda barni.

Hefur umræðan orðið svo hatrömm á köflum að Meghann sá sig knúna til afboða komu sína í bandaríska spjallþáttinn Good Morning America þar sem hún hugðist ræða bókina og málefnið. Gaf hún í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hún tók sérstaklega fram að hún væri á engan hátt að gera lítið úr móðurhlutverkinu sem væri það „erfiðasta í heimi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum