fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
FréttirLeiðari

Af magabólgu og verðbólgu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. maí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er oft svo skrítin þessi pólitík. Kári Stefánsson sá mikli vísindamaður og þjóðfélagsrýnir setti fram kröfu um meiri peninga í heilbrigðiskerfið. Hann bauð almenningi að ganga til liðs við þessa kröfu og til varð stærsta undirskriftasöfnun í sögu Íslands. Kári afhenti ríkisstjórninni bunkann um helgina. Krafan er einföld. 11% af vergri landsframleiðslu skuli árlega renna til heilbrigðismála í stað 8,7% eins og staðan er á þessu ári.

Fjármálastefna og fjármálaáætlun fyrir hið opinbera til fimm ára, var kynnt af ríkisstjórn á föstudag. Þar kemur fram: „… að framlög til heilbrigðismála verði aukin verulega á næstu árum þannig að þau verði orðin ríflega 30 milljörðum króna hærri árið 2021 og verði þar með orðin ríflega 200 milljarðar króna á ári.“

Kári Stefánsson var nokkuð kátur vegna viðbragða ráðamanna þegar hann afhenti bunkann mikla. En sú kátína stóð ekki lengi og eftir að hafa farið betur yfir viðbrögð og útspil ríkisstjórnarinnar var þetta niðurstaða hans: „Ef það verður ekkert nýtt fé sett í heilbrigðismál fyrir kosningar þá er ég handviss um að ríkisstjórnarflokkarnir verða flengdir í kosningunum.“

Stjórnarandstaðan lýsti áhyggjum af því að aukin fjárframlög til málaflokka gætu valdið þenslu.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ætlar með lagafrumvarpi að hækka til muna verð fyrir ýmsar aðgerðir og skoðanir. Sú hækkun kemur til framkvæmda í haust. Við erum að tala um miklar hækkanir. RÚV greindi frá því að magaspeglun hækkaði úr 12.815 krónum í 23.488 krónur. Á móti koma svo kostnaðarþök.

Þetta er með öllu óskiljanlegt. Það á að snarauka fjárframlög til heilbrigðiskerfisins. Bara ekki strax. Það á að snarhækka verð til þeirra sem eru svo lánsamir að þurfa ekki oft til læknis. Það á að gerast fljótlega. Stjórnarandstaðan óttast þenslu og verðbólgu.

Leiðarahöfundur hafði hugsað sér að fara í ristilspeglun en er snarhættur við. Einfaldlega orðið of dýrt. Ætlar að bíða eftir þessum stórauknu framlögum sem koma í framtíðinni. Þá skiptir maður maður hiklaust á magabólgu og verðbólgu.

Kannski ættu ráðamenn bara að hlusta á Kára og fara strax í 11% af vergri landsframleiðslu. Ríkissjóður virðist mjög bólginn af peningum þessa dagana og erfitt er að sjá betri fjárfestingu til frambúðar fyrir íslenska ríkið en að auka strax framlög í þetta mikilvæga kerfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar