fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Sjáðu þegar eldingu laust niður í vél Icelandair

„Það kom hár hvellur og hvítur blossi – ekki beint það sem maður óskar eftir þegar maður er í flugvél“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk hélt nú ró sinni en var sennilega brugðið, allavega okkur,“ segir farþegi í vél Icelandair sem var á leið til Lundúna í gærkvöldi. Eldingu laust niður í vélina þegar hún var að koma til lendingar á Heathrow-flugvelli í gærkvöldi.

Breskir fjölmiðlar, til dæmis London Evening Standard, hafa fjallað um atvikið sem náðist á myndband af vegfarendum á jörðu niðri. Myndbandið má sjá hér að neðan.

„Þetta gerðist mjög hratt. Það kom hár hvellur og hvítur blossi – ekki beint það sem maður óskar eftir þegar maður er í flugvél,“ segir Liz Dobson sem var í vélinni ásamt eiginmanni sínum, Alexander Smith. Vélin var á leið frá Keflavík til London þegar atvikið varð.

„Það var eins og eitthvað hefði skollið á vélinni,“ segir Liz og bætir við að fólki hafi verið nokkuð brugðið. Hún segir að þegar vélin lenti hafi flugstjórinn tilkynnt að flugvélar væru hannaðar til að þola eldingar og ástæðulaust hefði verið að óttast.

Þrumuveður gekk yfir England í gærkvöldi og var vél Icelandair ekki sú eina sem lenti í því að verða fyrir eldingu, að því er fram kemur í frétt Standard.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni