fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Fjöldamorðin í Ohio: Bardagahanar og orðrómur um þrautþjálfaða leigumorðingja

Átta manns úr sömu fjölskyldunni myrtir – Lögreglan útilokar ekkert

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 06:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðin á átta einstaklingum úr sömu fjölskyldunni í Ohio á föstudag hafa vakið upp margar spurningar á undanförnum dögum. Málið þykir allt hið dularfyllsta enda virðist ódæðið hafa verið þaulskipulagt og beinst að meðlimum einnar fjölskyldu.

Skotin meðan þau sváfu

Átta manneskjur voru skotnar til bana, en svo virðist vera sem fólkið hafi verið skotið í höfuðið meðan það svaf. Allir tilheyrðu sömu fjölskyldunni; Rhoden-fjölskyldunni svokölluðu. Saksóknarinn í Ohio, Mike DeWine, hefur ekki viljað staðfesta eða neita þeim getgátum sem verið hafa á lofti um ódæðin.

Það er hins vegar staðreynd að fullkomnar kannabisverksmiðjur hafi fundist á þremur af fjórum heimilum þeirra sem myrtir voru. Þá fundust svokallaðir bardagahanar í búrum á við eitt heimilið, en veðmálabrask í kringum slíka ræktun hefur lengi viðgengist, til dæmis í Mexíkó.

„Þetta var umsvifamikil kannabisræktun. Með öðrum orðum þá voru þetta ekki nokkrar plöntur úti í glugga eða eitthvað á þá leið. Þau voru að rækta til að selja,“ segir Mike við Washington Post.

60 yfirheyrðir

CBS News greindi frá því í dag að meira en 60 manns hafi verið yfirheyrðir vegna málsins. Gerandinn er ófundinn og hefur enginn verið handtekinn í tengslum við morðin. Segir lögregla að þar sem árásirnar hafi beinst gegn þessari einu fjölskyldu meti lögregla það svo að almenningi stafi ekki hætta af gerandanum. Fórnarlömbin voru á aldrinum 16 til 44 ára en morðin voru sem fyrr segir myrt á fjórum stöðum í Pike-sýslu í Ohio.

Glæpasamtök? – Lögregla útilokar ekkert

Í umfjöllun CBS News er því velt upp hvort mexíkósk glæpasamtök hafi verið viðriðin morðin. Sú staðreynd að rúmlega 200 kannabisplöntur hafi fundist veki upp spurningar og það hvernig fólkið var myrt minni á aðferðir mexíkóskra eiturlyfjasamtaka. Lögregla hefur ekki viljað útiloka neitt, ekki hvort erlend glæpasamtök hafi verið á verki, ekki hvort málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi eða hvort um einhverskonar hefnd hafi verið að ræða.

Columbus Dispatch fjallar um málið líkt og aðrir fjölmiðlar og þar er rætt við Lauru Gorman, íbúa í Piketon sem telur ekki nema rúmlega tvö þúsund íbúa. Hingað til hefur bærinn ekki verið þekktur fyrir ofbeldisglæpi og segist Laura ekki geta ímyndað sér að einhver í bænum hafi framið ódæðin.

„Ég kemst ekki hjá því að velta fyrir mér hvort þau hafi öskrað, hvort þau hafi getað barist á móti, hvort þau hafi þjáðst,“ segir hún og bætir við að hún velti fyrir sér hver hafi komið í þorpið um miðja nótt og myrt fjölskylduna. Voru það reiðir vinir eða var ódæðismaðurinn – eða mennirnir – á vegum glæpasamtaka? „Vanalega geymum við byssurnar okkar í læstum hirslum. Nú, þegar kvölda tekur, tökum við þær út,“ segir Laura og bætir við að íbúar séu harmi slegnir vegna morðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar