fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Sagði eineltishrotta barna sinna til syndanna: Sætir nú lögreglurannsókn

„Hvaða aðra valkosti hafði ég?“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 26. apríl 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveggja barna faðir frá bænum Barrow í Englandi sætir nú lögreglurannsókn og kveðst eiga á hættu að missa vinnunna. Segir hann að börn hans hafi verið lögð í hrottalegt einelti og eftir ítrekað aðgerðaleysi skólayfirvalda og lögreglu hafi hann séð sig knúinn til að segja aðalgeranda eineltisins til syndanna.

Faðirinn, Christopher Cooper birti á dögunum færslu á Facebook þar sem hann sagði frá þeim raunum sem 11 ára dóttir hans og 9 ára sonur hafa gengið í gegnum eftir að þau byrjuðu í nýjum skóla fyrir rúmu ári, North Walney Primary School. Segir hann að gerandahópurinn hafi samanstaðið af einum dreng og „genginu“ hans, og hafi þeir lagt sig alla fram við að gera börnum hans lífið leitt. Eineltið hafi verið bæði líkamlegt og andlegt.

Þá nefnir hann í færslunni fleiri en eitt atvik þar sem drengjahópurinn mun hafa komið upp að syni hans og gengið í skrokk á honum, í eitt skiptið svo harkalega að hann handleggsbrotnaði og þurfti á aðgerð að halda. Cooper tekur fram að drengirnir hafi ætíð ráðist á son hans utan skólalóðarinnar og því hafi skólayfirvöld ekkert viljað gera til að stöðva eineltið.

Þá segist hann einungis hafa mætt skeytingum og hroka þegar hann reyndi að tala við foreldra drengjanna. Hann segir að á meðan hafi dóttir hans einnig mátt þola viðurstyggilegt andlegt einelti; það hafi verið sparkað í hana, hún verið kýld og þá hafi drykkjum verið hellt yfir hana í partýi til þess að niðurlægja hana.

Cooper segist óttast að dóttir sín sé farin að þróa með sér átröskun vegna eineltisins.
Barin og niðurlægð Cooper segist óttast að dóttir sín sé farin að þróa með sér átröskun vegna eineltisins.

Þá segir hann í færslunni að þegar hann hafi leitað til lögreglunnar hafi hann einnig komið að lokuðum dyrum og verið tjáð að málið væri á ábyrgð skólans. Segir hann að bæði börn hans hafi liðið sálarkvalir undanfarið ár, hann óttist að dóttir sín sé farin að þróa með sér átröskun og sonur hans hafi ítrekað reynt að gera sig veikan til að þurfa ekki að fara í skólann.

Cooper segir eineltishrottana meðal annars hafa handleggsbrotið son sinn.
Hrottalegt einelti Cooper segir eineltishrottana meðal annars hafa handleggsbrotið son sinn.

Hann segir að mælirinn hafi verið endanlega fullur þegar gengið var í skrokk á dóttur hans enn eina ferðina, án þess að hún eða skólayfirvöld létu hann vita. Það var ekki fyrr en bekkjarfélagi tilkynnti árásina að Cooper frétti af henni og þegar hann spurði dóttur sína hvers vegna hún sagði ekkert, þá var svar hennar: „Hver er tilgangurinn?“

Hann segist þvínæst hafa ákveðið að taka málin í sínar eigin hendur. Hann fór með dóttur sinni að hitta aðalgerandann. „Ég sagði honum hreint út að ef hann myndi ekki láta börnin mín í friði, þá yrðu afleiðingar,“ ritar hann og bætir við að hann hafi ekki snert drenginn néhótað honum, þó svo að það hefði svo sannarlega verið freistandi.

Cooper var tilkynntur til lögreglu í kjölfar atviksins og sætir nú lögreglurannsókn vegna hótana í garð ungmennis. Hann segist einfaldlega ekki hafa átt annarra kosta völ. „Hvað aðra valkosti hafði ég?“ spyr hann.

Hann hefur nú tekið bæði börnin úr skólanum og kveðst ekkert hafa heyrt frá skólayfirvöldum í kjölfarið. Hann segist undrast það mjög hvernig réttindi þolenda í eineltismálum eru sniðgengin á meðan gerendurnir sleppa ítrekað. „Ég hef alltaf lagt mig fram við að kenna börnunum mínum muninn á réttu og röngu. Samt sem áður virðast yfirvöld ekki hafa neinn áhuga á að vernda þau.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna