fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
FréttirLeiðari

Fyrirmyndir og goðsögn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. apríl 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru 49 dagar þar til Ísland leikur fyrsta leikinn á EM í Frakklandi. Þá mætum við Ronaldo og félögum frá Portúgal. Stór draumur margra íslenskra knattspyrnuáhugamanna er við það að rætast.

Þessi litla þjóð við ysta sæ getur svo auðveldlega unnið kraftaverk. Það gengur best hjá okkur í kraftaverkasmíðinni þegar við höfum samheldnina að vopni. Raunar gleymum við því ítrekað. En það er án efa stærsta afrek í íþróttasögu Íslands (þegar horft er til hópíþrótta) að komast í lokakeppni í knattspyrnu karla. Hér er ekki verið að gera lítið úr afrekum kvennalandsliðsins né árangri á handknattleikssviðinu. Þar eru merkir bautasteinar til marks um ótrúleg afrek.

Það hefur ekki gerst fyrr að svo fámenn þjóð tryggi sér þátttökurétt á lokamóti í þessari vinsælustu íþróttagrein í heiminum. Enda eru margir hissa og eiga bágt með að trúa þessu. En við þessir 330 þúsund stuðningsmenn landsliðsins vitum að það þurfti þrek og þor til að ná þessum áfanga.

Nokkrir einstaklingar standa upp úr öflugri heild sem vann saman að þessu afreki. Þeir Lars og Heimir ásamt forystu KSÍ gerðu sitt og gerðu vel.

Innan liðsins sjálfs eru fyrirmyndir og goðsagnir. Fyrirmyndirnar okkar í dag eru þeir Gylfi Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og fleiri og fleiri. En goðsögnin er Eiður Smári Guðjohnsen. Hann hefur sýnt okkur að þegar maður trúir á sjálfan sig og leggur sig fram þá er hægt að yfirstíga allt. Það hugarfar er rammíslenskt en við mættum fleiri reyna að temja okkur það. Við getum afrekað svo mikið með því að trúa meira á okkur sjálf.

Eiður Smári hefur í gegnum árin alltaf staðið með sjálfum sér og mætt samkeppni með því að leggja harðar að sér. Hann hefur náð lengra en nokkur íslenskur knattspyrnumaður og vonandi á hann enn eftir að marka spor á strönd knattspyrnunnar þegar EM í Frakklandi fer fram. Hann verður 38 ára í haust. Um helgina voru tuttugu ár frá hans fyrsta landsleik. Hann er lifandi goðsögn og eftirtektarverð fyrirmynd. Enn á ný horfa margir til Eiðs Smára og óska þess að hann verði reynsluboltinn okkar í landsliðshópnum. Hann ætti að verða okkur öllum hvatning, sama hvað við erum að takast á við í lífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar