fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Vilhjálmur Þorsteinsson átti félag í skattaskjóli: Hafði þverneitað fyrir það

Hefur sagt sig úr stjórn Kjarnans

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. apríl 2016 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar, Vilhjálmur Þorsteinsson, átti félag á Tortóla frá árinu 2001 og fram að hruni. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.

Vilhjálmur tók fyrir það að hafa átt aflandsfélag í skattaskjóli þegar hann sagði sig úr stöðu gjaldkera Samfylkingarinnar, líkt og Eyjan hafði áður greint frá. Vilhjálmur sagði sig einnig úr stjórn fjölmiðilsins Kjarnans í dag vegna málsins.

Að sögn Vilhjálms er hann eigandi félagsins Meson Holding SA sem skráð er í Lúxemborg. Það félag er eigandi nokkurra íslenskra fyrirtækja, og á meðal annars hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Kjarnanum. Hann sagði skattlegt hagræði ekki hafa verið ástæðuna fyrir staðsetningu félagsins í Lúxemborg, eða félaganna tveggja á Kýpur.

Í gögnum Mossack Finseca kemur fram að félagið M-Trade hafi verið stofnað árið 2001 á Tortólu. Stjórnendur félagsins voru skráð þrjú önnur félög á Tortóla. Annað félag var skráð fyrir öllum eignum M-Trade, Meson-Holding í Lúxemborg, sem er félag Vilhjálms Þorsteinssonar.

Vilhjálmur sagðist ekki hafa talið ástæðu til að ræða umrætt félag í pistil sem hann birti í dögunum á Eyjunni, þar sem hann sömuleiðis sagði af sér gjaldkerastöðunni í Samfylkingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Hera úr leik